Opinber heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Melaniu Trump forsetafrúar til Bretlands hefur verið efst á baugi breskra fjölmiðla í allan dag. Forsetinn og fylgdarlið hans hefur verið á ferð um London en deginum hefur að mestu verið varið með meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar.
Fjöldi mótmælenda komu sér víða fyrir í borginni en meginmótmælin gegn komu forsetans verða á morgun þegar hann fundar með Theresu May forsætisráðherra í Downing stræti 10.
Elísabet önnur Englandsdrottinging tók á móti forsetanum og forsetafrúnni í Buckingham höll þar sem þau snæddu hádegisverð ásamt Karli Bretaprins og Kamillu Hertogaynju. Börn forsetans eru einnig með í för.
Að loknum hádegisverði var förinni heitið í Westminster Abbeyþar sem forsetinn og forsetafrúin lögðu sveig að leiði óþekkta hermannsins við og drakk loks síðdegiste ásamt meðlimum konungsfjölskyldunnar.
Í kvöld snæðir forsetinn og forsetafrúin kvöldverð í boði drottningarinnar í Buckingham höll. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, Vince Cable, leiðtogi Frjálslyndra Demókrata og John Bercow, forseti þingsins, munu allir sniðganga kvöldverðinn.
Á morgun mun Trump funda með Theresu May forsætisráðherra um tvíhliða samskipti ríkjanna. Á miðvikudag tekur hann þátt í athöfn í Portsmouth til að minnast þess að 75 ár eru frá innrás bandamanna inn í Normandí.
Snæðir kvöldverð með drottningunni

Tengdar fréttir

Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni
Trump tísti tvisvar um Sadiq Khan, borgarstjóra London, rétt áður en forsetaflugvélin lenti á Bretlandi í morgun.