Sturluð stemning hjá mæðginum í Madríd Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 3. júní 2019 08:00 Magnús og Hanna fóru til Madríd þrátt fyrir að eiga ekki miða á úrslitaleikinn. Magnús Már Einarsson „Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
„Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira