Það er slúðrað mest í Reykjavík Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. júní 2019 08:15 Daniel Flannery og Richard L. Friedman eru aðalsprauturnar bak við byggingu Edition-hótelsins. Fréttablaðið/Ernir Reykjavík er full af ónákvæmum frásögnum,“ segir Richard L. Friedman, forstjóri og aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, sem um þessar mundir vinnur að því að reisa fimm stjörnu Marriott Edition hótel við hlið Hörpu. Hann og framkvæmdastjóri Edition-hótelanna, Daniel Flannery, voru staddir hér á landi á dögunum. Carpenter & Company fjármagnar framkvæmdina ásamt Eggerti Dagbjartssyni fjárfesti, sem er minnihlutaeigandi í Carpenter. Gerður hefur verið samningur til fimmtíu ára við Marriott Edition sem mun alfarið sjá um reksturinn. Nokkuð er til í þessum orðum Richards, en ýmsar sögur hafa gengið um hótelið og hvernig verkefninu vindur fram. Ljóst er að bygging hótelsins hefur farið nokkuð fram úr kostnaðaráætlunum, að minnsta kosti 9 prósent í krónum talið. Upprunalega stóð til að opna hótelið í fyrra, en nú búast þeir Richard og Daniel við að opna dyr hótelsins næsta vor, tveimur árum seinna en áætlað var. Blaðamaður tók þá Richard og Daniel tali, og spurði út í fleiri sögur sem um verkefnið hafa flogið fjöllum hærra og verkefnið almennt.Á ekki að verða tilgerðarlegt Richard: „Ég kom til Íslands að beiðni íslensks manns, Eggerts Dagbjartssonar, sem á hlut í einu hótelinu mínu. Ég hélt að ég væri að koma á stað þar sem yrðu hundasleðar, eskimóar og ísbirnir. Svo kem ég að þessari höfn og horfi á Hörpu. Ég hugsaði bara, ertu ekki að grínast? Þetta er svo fallegt, en þetta er líka svo raunverulegt. Ekkert kjaftæði. Það er líka það besta. Ég elska að það sé fólk þarna að veiða og svo Landhelgisgæslan við hliðina. Það sem við viljum gera þarna er fimm stjörnu hótel, en það á ekki að verða tilgerðarlegt. Við viljum ungt fólk sem veit hvað það vill. Við viljum fá kúl fólk.“ Edition-hótel hafa sprottið upp víða undanfarin ár, meðal annars í London og New York. Framkvæmdastjóri hótelanna segir hótelið á Íslandi verða frábrugðið þeim. Daniel: „Öll hótelin eru ólík. Þannig eru boutique-hótel. Þetta er eins og að gefa út tímarit. Það er alltaf eitthvert þema, eða DNA, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur. Við viljum aðlagast þeim stað sem við erum að opna á. Við myndum aldrei opna London Edition í Tyrklandi. Hluti af ferlinu er að skilja hvar við erum að opna og reyna að leyfa DNA byggingarinnar að njóta sín. í þessu tilfelli er þetta ný bygging og þar af leiðandi höfum við meira frelsi. Hótelið muna hafa Edition-fingraför, en verða ólíkt öllum hinum.“ Á hótelinu verður meðal annars klúbbur og heilsulind. „Heilsulindin verður rosaleg, ég vil ekki segja of mikið, en klúbburinn verður magnaður, veitingastaðirnir og svo verður þakbar.“ Hann vill ekki segja meira um hvernig veitingastaðurinn kemur til með að verða. „Við verðum í samstarfi sem við viljum ekki greina frá að svo stöddu.“ Richard: „Við ætlum okkur að vera með besta veitingastaðinn. Þú getur sagt þér það sjálf að við verðum ekki með mexíkóskan veitingastað í miðri Reykjavík heldur viljum við sækja hráefnin í næsta nágrenni og verðum með frægan kokk sem við erum samt ekki tilbúnir að greina frá hver verður.“Rólegir yfir samkeppninni Og verður allt klárt fyrir vorið? Richard: „Á Íslandi er vorið til 21. júní svo að ég er alveg rólegur.“ Daniel stígur öllu varlegar til jarðar. „Við væntum þess í það minnsta að vera búin að opna fyrir næsta sumar, en við þurfum að sjá til.“ Þeir Daniel og Richard eru alveg rólegir yfir samkeppninni við önnur hótel og spám um mögulega fækkun ferðamanna. Þeir ætla að flytja inn fólk frá hótelum sínum um heiminn til að þjálfa starfsfólk upp og segja lítið um þjálfað starfsfólk í hótelgeiranum fyrir á fleti. Richard: „Hugmyndin er ekki sú að keppa við Airbnb eða 101 hótel eða nokkuð þar á milli. Við lítum svo á að það verði gott fyrir alla í ferðabransanum að opna Edition hér. Við erum að fara eftir ferðamönnum sem hafa ekki verið að koma til Íslands. Við munum hafa mikið af stórum fundum og ráðstefnum, sem önnur hótel hafa ekki burði til sökum smæðar. Við ætlum að koma inn með nýja ferðamenn.“ Daniel: „Marriott-meðlimaklúbburinn hefur 120 milljón meðlimi. Þeir eru allir að leita sér að áhugaverðum áfangastöðum.“ Richard: „Það er mikil breyting að verða á markaðnum. Ferðamannaiðnaðurinn hér var byggður upp á ódýru flugi til Evrópu, en er orðinn áfangastaður út af fyrir sig. Þið munuð ekki missa ferðamennina. Fall WOW air mun ekki hafa mikil áhrif. Ég held að þið fáið öðruvísi ferðamenn. Ég man þegar ég kom hingað í fyrsta sinn, þá gisti ég á 101 hótel. En ég var pínu hræddur, og ég sem er ekki hræddur við neitt, er villtur maður. Ég vissi ekki hvar ég átti að gista, ég þekkti ekki hótelin. Fólk þekkir Marriott. Þegar ég segi frá því að ég sé að opna hótel á Íslandi eru allir áhugasamir. Núna er það þannig að þú gengur um bæinn, og maður skyldi ætla að ferðamennirnir haldi allir að þeir séu að fara á suðurpólinn. Þannig klæða þeir sig. Búnir að kaupa sér bomsur og húfur. Ísland er dásamlegt land. Þetta er spurning um að fá öðruvísi ferðamenn hingað. Það þarf að búa til meiri lúxus, ég þoli reyndar ekki það orð, lúxus, en ég verð að nota það. Meiri gæði.“ Daniel: „Við finnum mjög mikinn áhuga á verkefninu. Við fórum á eina flottustu ferðabransaráðstefnu í heimi, á vegum Virtuoso, á dögunum. Hana sækja um það bil 6.000 fagmenn, sem selja lúxusferðir. Virtuoso er bókunarsíða fyrir lúxusferðir. Ég veit ekki til þess að önnur íslensk hótel séu inni í þeirra prógrammi, en þegar þú ert kominn þangað inn ertu nokkuð vel settur. Tækifærin í kringum Marriott-meðlimina eru líka mikil.“ Richard: „Við komum til með að hjálpa til við að fylla hin hótelin líka. Ég á til dæmis hótel í Cambridge í Massachusetts. Hinum megin við götuna er mótel. Mótelið lifir af hótelinu mínu. Fólk er kannski á hótelinu mínu, vill ekki endilega greiða svo hátt verð fyrir herbergi, svo það tekur herbergi á mótelinu á móti; sem meira að segja rukkar of hátt verð. Ég held að við munum ekki rústa neinni samkeppni, bara efla bransann.“Ekki dýrast í Evrópu Líkt og áður segir hefur Richard á orði að hann hafi aldrei komið til bæjar þar sem jafn mikið er slúðrað, eins og í Reykjavík. Mikið hefur verið rætt um verðmiðann á hótelinu, en byggingin hefur farið nokkuð fram úr áætlunum. Á síðasta ári var áætlað að verkið færi að minnsta kosti 9 prósent fram úr upprunalegum áætlunum í krónum talið og myndi kosta 17 og hálfan milljarð íslenskra króna. Er það rétt sem hefur verið fleygt, að hótelið sé orðið það dýrasta að byggja í Evrópu? Richard hlær. „Það eru falsfréttir.“ Hvað kemur það til með að kosta? „Ég get ekki sagt þér það. Út af bönkunum,“ segir Richard og hlær. „En það eru ekki milljón dollarar per herbergi, eins og einhverjir hafa sagt. Miklu minna.“ Richard segir að bygging fimm stjörnu hótela feli í sér áskoranir og því hafi erlendir sérfræðingar verið kallaðir til starfa með hinum íslensku. „Íslenskir verktakar hafa ekki byggt fimm stjörnu hótel áður. Það gefur augaleið. Það er allt öðruvísi en að byggja íbúðablokk eða skrifstofubyggingu. Þannig að það hefur verið áskorun. Við redduðum því með því að fá inn ráðgjafa frá Evrópu og frá New York. Marriott er líka þannig vörumerki að það eru miklar kröfur sem þarf að uppfylla.“ Þeir eru brattir, þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka. „Þegar allt kemur til alls hef ég ekki áhyggjur.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Reykjavík er full af ónákvæmum frásögnum,“ segir Richard L. Friedman, forstjóri og aðaleigandi bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter & Company, sem um þessar mundir vinnur að því að reisa fimm stjörnu Marriott Edition hótel við hlið Hörpu. Hann og framkvæmdastjóri Edition-hótelanna, Daniel Flannery, voru staddir hér á landi á dögunum. Carpenter & Company fjármagnar framkvæmdina ásamt Eggerti Dagbjartssyni fjárfesti, sem er minnihlutaeigandi í Carpenter. Gerður hefur verið samningur til fimmtíu ára við Marriott Edition sem mun alfarið sjá um reksturinn. Nokkuð er til í þessum orðum Richards, en ýmsar sögur hafa gengið um hótelið og hvernig verkefninu vindur fram. Ljóst er að bygging hótelsins hefur farið nokkuð fram úr kostnaðaráætlunum, að minnsta kosti 9 prósent í krónum talið. Upprunalega stóð til að opna hótelið í fyrra, en nú búast þeir Richard og Daniel við að opna dyr hótelsins næsta vor, tveimur árum seinna en áætlað var. Blaðamaður tók þá Richard og Daniel tali, og spurði út í fleiri sögur sem um verkefnið hafa flogið fjöllum hærra og verkefnið almennt.Á ekki að verða tilgerðarlegt Richard: „Ég kom til Íslands að beiðni íslensks manns, Eggerts Dagbjartssonar, sem á hlut í einu hótelinu mínu. Ég hélt að ég væri að koma á stað þar sem yrðu hundasleðar, eskimóar og ísbirnir. Svo kem ég að þessari höfn og horfi á Hörpu. Ég hugsaði bara, ertu ekki að grínast? Þetta er svo fallegt, en þetta er líka svo raunverulegt. Ekkert kjaftæði. Það er líka það besta. Ég elska að það sé fólk þarna að veiða og svo Landhelgisgæslan við hliðina. Það sem við viljum gera þarna er fimm stjörnu hótel, en það á ekki að verða tilgerðarlegt. Við viljum ungt fólk sem veit hvað það vill. Við viljum fá kúl fólk.“ Edition-hótel hafa sprottið upp víða undanfarin ár, meðal annars í London og New York. Framkvæmdastjóri hótelanna segir hótelið á Íslandi verða frábrugðið þeim. Daniel: „Öll hótelin eru ólík. Þannig eru boutique-hótel. Þetta er eins og að gefa út tímarit. Það er alltaf eitthvert þema, eða DNA, en forsíðan breytist eftir því hvar þú ert staddur. Við viljum aðlagast þeim stað sem við erum að opna á. Við myndum aldrei opna London Edition í Tyrklandi. Hluti af ferlinu er að skilja hvar við erum að opna og reyna að leyfa DNA byggingarinnar að njóta sín. í þessu tilfelli er þetta ný bygging og þar af leiðandi höfum við meira frelsi. Hótelið muna hafa Edition-fingraför, en verða ólíkt öllum hinum.“ Á hótelinu verður meðal annars klúbbur og heilsulind. „Heilsulindin verður rosaleg, ég vil ekki segja of mikið, en klúbburinn verður magnaður, veitingastaðirnir og svo verður þakbar.“ Hann vill ekki segja meira um hvernig veitingastaðurinn kemur til með að verða. „Við verðum í samstarfi sem við viljum ekki greina frá að svo stöddu.“ Richard: „Við ætlum okkur að vera með besta veitingastaðinn. Þú getur sagt þér það sjálf að við verðum ekki með mexíkóskan veitingastað í miðri Reykjavík heldur viljum við sækja hráefnin í næsta nágrenni og verðum með frægan kokk sem við erum samt ekki tilbúnir að greina frá hver verður.“Rólegir yfir samkeppninni Og verður allt klárt fyrir vorið? Richard: „Á Íslandi er vorið til 21. júní svo að ég er alveg rólegur.“ Daniel stígur öllu varlegar til jarðar. „Við væntum þess í það minnsta að vera búin að opna fyrir næsta sumar, en við þurfum að sjá til.“ Þeir Daniel og Richard eru alveg rólegir yfir samkeppninni við önnur hótel og spám um mögulega fækkun ferðamanna. Þeir ætla að flytja inn fólk frá hótelum sínum um heiminn til að þjálfa starfsfólk upp og segja lítið um þjálfað starfsfólk í hótelgeiranum fyrir á fleti. Richard: „Hugmyndin er ekki sú að keppa við Airbnb eða 101 hótel eða nokkuð þar á milli. Við lítum svo á að það verði gott fyrir alla í ferðabransanum að opna Edition hér. Við erum að fara eftir ferðamönnum sem hafa ekki verið að koma til Íslands. Við munum hafa mikið af stórum fundum og ráðstefnum, sem önnur hótel hafa ekki burði til sökum smæðar. Við ætlum að koma inn með nýja ferðamenn.“ Daniel: „Marriott-meðlimaklúbburinn hefur 120 milljón meðlimi. Þeir eru allir að leita sér að áhugaverðum áfangastöðum.“ Richard: „Það er mikil breyting að verða á markaðnum. Ferðamannaiðnaðurinn hér var byggður upp á ódýru flugi til Evrópu, en er orðinn áfangastaður út af fyrir sig. Þið munuð ekki missa ferðamennina. Fall WOW air mun ekki hafa mikil áhrif. Ég held að þið fáið öðruvísi ferðamenn. Ég man þegar ég kom hingað í fyrsta sinn, þá gisti ég á 101 hótel. En ég var pínu hræddur, og ég sem er ekki hræddur við neitt, er villtur maður. Ég vissi ekki hvar ég átti að gista, ég þekkti ekki hótelin. Fólk þekkir Marriott. Þegar ég segi frá því að ég sé að opna hótel á Íslandi eru allir áhugasamir. Núna er það þannig að þú gengur um bæinn, og maður skyldi ætla að ferðamennirnir haldi allir að þeir séu að fara á suðurpólinn. Þannig klæða þeir sig. Búnir að kaupa sér bomsur og húfur. Ísland er dásamlegt land. Þetta er spurning um að fá öðruvísi ferðamenn hingað. Það þarf að búa til meiri lúxus, ég þoli reyndar ekki það orð, lúxus, en ég verð að nota það. Meiri gæði.“ Daniel: „Við finnum mjög mikinn áhuga á verkefninu. Við fórum á eina flottustu ferðabransaráðstefnu í heimi, á vegum Virtuoso, á dögunum. Hana sækja um það bil 6.000 fagmenn, sem selja lúxusferðir. Virtuoso er bókunarsíða fyrir lúxusferðir. Ég veit ekki til þess að önnur íslensk hótel séu inni í þeirra prógrammi, en þegar þú ert kominn þangað inn ertu nokkuð vel settur. Tækifærin í kringum Marriott-meðlimina eru líka mikil.“ Richard: „Við komum til með að hjálpa til við að fylla hin hótelin líka. Ég á til dæmis hótel í Cambridge í Massachusetts. Hinum megin við götuna er mótel. Mótelið lifir af hótelinu mínu. Fólk er kannski á hótelinu mínu, vill ekki endilega greiða svo hátt verð fyrir herbergi, svo það tekur herbergi á mótelinu á móti; sem meira að segja rukkar of hátt verð. Ég held að við munum ekki rústa neinni samkeppni, bara efla bransann.“Ekki dýrast í Evrópu Líkt og áður segir hefur Richard á orði að hann hafi aldrei komið til bæjar þar sem jafn mikið er slúðrað, eins og í Reykjavík. Mikið hefur verið rætt um verðmiðann á hótelinu, en byggingin hefur farið nokkuð fram úr áætlunum. Á síðasta ári var áætlað að verkið færi að minnsta kosti 9 prósent fram úr upprunalegum áætlunum í krónum talið og myndi kosta 17 og hálfan milljarð íslenskra króna. Er það rétt sem hefur verið fleygt, að hótelið sé orðið það dýrasta að byggja í Evrópu? Richard hlær. „Það eru falsfréttir.“ Hvað kemur það til með að kosta? „Ég get ekki sagt þér það. Út af bönkunum,“ segir Richard og hlær. „En það eru ekki milljón dollarar per herbergi, eins og einhverjir hafa sagt. Miklu minna.“ Richard segir að bygging fimm stjörnu hótela feli í sér áskoranir og því hafi erlendir sérfræðingar verið kallaðir til starfa með hinum íslensku. „Íslenskir verktakar hafa ekki byggt fimm stjörnu hótel áður. Það gefur augaleið. Það er allt öðruvísi en að byggja íbúðablokk eða skrifstofubyggingu. Þannig að það hefur verið áskorun. Við redduðum því með því að fá inn ráðgjafa frá Evrópu og frá New York. Marriott er líka þannig vörumerki að það eru miklar kröfur sem þarf að uppfylla.“ Þeir eru brattir, þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka. „Þegar allt kemur til alls hef ég ekki áhyggjur.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira