Langar ræður bannaðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 08:30 Arnaldur Halldórsson, Þórey Lilja Benjamínsdóttir, Sigyn Blöndal, Hilmar Máni Magnússon og Lísbet Freyja Ýmisdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Söguverkefnið hefur verið í gangi frá október 2018 þangað til nú svo að verðlaunathöfnin annað kvöld, sunnudag, er stór lokaviðburður á margra mánaða vinnu,“ segir Sigyn Blöndal hjá KrakkaRÚV sem lofar skemmtilegri hátíð í sjónvarpssal þar sem hún verður aðalkynnir kvöldsins. Hún segir mikið efni hafa borist frá börnum fyrir atbeina þessa verkefnis og nefnir sögur, leikrit, stuttmyndir. Samstarfsaðilarnir hafi farið yfir það og valið verðlaunaverk. „Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar hafa valið verk til að setja á svið og útvarpsleikhúsið eitt til flutnings. Menntamálastofnun velur verðlaunasögur og gefur út rafbókina RISAstórar smáSÖGUR. Við tökum síðan stuttmyndahandritin og framleiðum sjónvarpsefni.“ Sigyn segir börnin afkastamikla rithöfunda. „Við höfum haldið námskeið í skapandi skrifum og erum í samstarfi við skóla. Þar eru heilu bekkirnir að senda okkur smásögur. Það er hvetjandi fyrir krakka að vita að framlag þeirra gæti endað í rafbók, sem leikverk á sviði eða stuttmynd. Rafbókin verður opnuð á hátíðinni á morgun. Þar verður þétt klukkutíma dagskrá með skemmtiatriðum og salurinn verður fullur af stjörnum. En langar ræður verða bannaðar og kalla á refsingu í formi slíms eða sápukúluskothríðar!“ Hugmyndin á bak við hátíðina er að upphefja barnamenningu að sögn Sigynjar. „Þarna fá krakkar tækifæri til að velja það sem var best gert í barnamenningu á Íslandi síðastliðið ár og þau fá verðlaun fyrir sín skapandi verk. Þegar fagleg umgjörð er sett í kringum verk barna, þá blómstrar allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Menning Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Söguverkefnið hefur verið í gangi frá október 2018 þangað til nú svo að verðlaunathöfnin annað kvöld, sunnudag, er stór lokaviðburður á margra mánaða vinnu,“ segir Sigyn Blöndal hjá KrakkaRÚV sem lofar skemmtilegri hátíð í sjónvarpssal þar sem hún verður aðalkynnir kvöldsins. Hún segir mikið efni hafa borist frá börnum fyrir atbeina þessa verkefnis og nefnir sögur, leikrit, stuttmyndir. Samstarfsaðilarnir hafi farið yfir það og valið verðlaunaverk. „Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar hafa valið verk til að setja á svið og útvarpsleikhúsið eitt til flutnings. Menntamálastofnun velur verðlaunasögur og gefur út rafbókina RISAstórar smáSÖGUR. Við tökum síðan stuttmyndahandritin og framleiðum sjónvarpsefni.“ Sigyn segir börnin afkastamikla rithöfunda. „Við höfum haldið námskeið í skapandi skrifum og erum í samstarfi við skóla. Þar eru heilu bekkirnir að senda okkur smásögur. Það er hvetjandi fyrir krakka að vita að framlag þeirra gæti endað í rafbók, sem leikverk á sviði eða stuttmynd. Rafbókin verður opnuð á hátíðinni á morgun. Þar verður þétt klukkutíma dagskrá með skemmtiatriðum og salurinn verður fullur af stjörnum. En langar ræður verða bannaðar og kalla á refsingu í formi slíms eða sápukúluskothríðar!“ Hugmyndin á bak við hátíðina er að upphefja barnamenningu að sögn Sigynjar. „Þarna fá krakkar tækifæri til að velja það sem var best gert í barnamenningu á Íslandi síðastliðið ár og þau fá verðlaun fyrir sín skapandi verk. Þegar fagleg umgjörð er sett í kringum verk barna, þá blómstrar allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Menning Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira