Víðtækar lokanir vegna malbikunar í kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2019 07:35 Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða alveg lokuð og sett verða upp upplýsingamerki og hjáleiðir eins og þessi mynd sýnir. Hlaðbær COlas Stefnt er að því að malbika gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrabrautar í kvöld og nótt. Af þeim sökum verður þessum fjölförnu gatnamótum lokað og komið verður upp merktum hjáleiðum meðan á framkvæmdunum stendur. Gert er ráð fyrir að þær hefjist klukkan 20 í kvöld og ljúki klukkan 6 í fyrramálið. Lokanir vegna malbikunarinnar eru nokkuð víðtækar, eins og sjá má á myndunum hér að ofan og neðan. Þannig verður gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar lokað í vesturátt, rétt eins og gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í suður. Við síðarnefndu gatnamótin verður hjáleið um Skipholt og Lönguhlíð. Þar að auki verður gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar lokað í austurátt og vegfarendum gert að fara um Lönguhlíð. Ökumenn sem aka eftir Kringlumýrarbraut í norður munu auk þess þurfa að beygja til vinstri inn Hamrahlíð. Þá verður mislægu gatnamótunum við Bústaðaveg lokað og umferð beint upp rampinn. Slaufa af brúnni verður þó opin niður á Miklubraut. Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas, sem sér um framkvæmdin, biður vegfarendur um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin séu þröng og menn og tæki verði við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Þá verði tekið tillit til forgangsaksturs lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs og þeim hleypt framhjá ef þörf er á.Gatnamót Miklubrautar og HáaleitisbrautarHlaðbær COlasGatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar.Hlaðbær COlasGatnamót Miklunbrautar og LönguhlíðarHlaðbær COlasKringlumýrarbraut, Listabraut og Hamrahlíð.Hlaðbær COlasMiklabraut, Hringbraut og Vatnsmýrarvegur.Hlaðbær COlas Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Stefnt er að því að malbika gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrabrautar í kvöld og nótt. Af þeim sökum verður þessum fjölförnu gatnamótum lokað og komið verður upp merktum hjáleiðum meðan á framkvæmdunum stendur. Gert er ráð fyrir að þær hefjist klukkan 20 í kvöld og ljúki klukkan 6 í fyrramálið. Lokanir vegna malbikunarinnar eru nokkuð víðtækar, eins og sjá má á myndunum hér að ofan og neðan. Þannig verður gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar lokað í vesturátt, rétt eins og gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í suður. Við síðarnefndu gatnamótin verður hjáleið um Skipholt og Lönguhlíð. Þar að auki verður gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar lokað í austurátt og vegfarendum gert að fara um Lönguhlíð. Ökumenn sem aka eftir Kringlumýrarbraut í norður munu auk þess þurfa að beygja til vinstri inn Hamrahlíð. Þá verður mislægu gatnamótunum við Bústaðaveg lokað og umferð beint upp rampinn. Slaufa af brúnni verður þó opin niður á Miklubraut. Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas, sem sér um framkvæmdin, biður vegfarendur um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin séu þröng og menn og tæki verði við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Þá verði tekið tillit til forgangsaksturs lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs og þeim hleypt framhjá ef þörf er á.Gatnamót Miklubrautar og HáaleitisbrautarHlaðbær COlasGatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar.Hlaðbær COlasGatnamót Miklunbrautar og LönguhlíðarHlaðbær COlasKringlumýrarbraut, Listabraut og Hamrahlíð.Hlaðbær COlasMiklabraut, Hringbraut og Vatnsmýrarvegur.Hlaðbær COlas
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira