Samdrátturinn dýpri en spáð hefur verið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júní 2019 06:30 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á. Brýnt sé að ríkisfjármálin og peningastefna Seðlabankans taki mið af því. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands reikna með því að samdrátturinn verði um 0,2-0,4 prósent í ár en að hagvöxtur verði kominn í 2,4-2,6 prósent strax á næsta ári. Samtök iðnaðarins telja hættu á því að efnahagssamdrátturinn verði meiri í ár og hagvöxturinn minni á næsta ári en gert er ráð fyrir í þessum spám. Í greiningu samtakanna er bent á að atvinnuleysi hafi aukist umtalsvert en það nam 3,7 prósentum í apríl samanborið við 2,3 prósent í sama mánuði í fyrra. Mjög lítill hagvöxtur hafi mælst á fyrsta fjórðungi þessa árs og líkur séu á því að samdráttur hafi verið talsverður á öðrum ársfjórðungi. Þá berist nú tölur af umtalsverðum samdrætti í fjölda ferðamanna. Þeim fækkaði um 24 prósent í maí í samanburði við sama mánuð í fyrra en Isavia hefur spáð 17 prósenta fækkun á milli 2018 og 2019. Samtök iðnaðarins nefna að tillagan um breytingu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er nú til umræðu á Alþingi, byggi á spá Hagstofunnar og grundvallist því á of bjartsýnni spá. Það sé áhyggjuefni því að það auki líkur á að ríkisfjármálunum verði ekki beitt sem skyldi. Telja samtökin brýnt að lækka stýrivexti Seðlabankans enn frekar til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Þá séu horfurnar með þeim hætti að rétt sé að reka ríkissjóð með halla. Nú sé rétti tíminn til að draga úr álögum á atvinnulífið og auka við framlög til ýmissa málaflokka. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á. Brýnt sé að ríkisfjármálin og peningastefna Seðlabankans taki mið af því. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands reikna með því að samdrátturinn verði um 0,2-0,4 prósent í ár en að hagvöxtur verði kominn í 2,4-2,6 prósent strax á næsta ári. Samtök iðnaðarins telja hættu á því að efnahagssamdrátturinn verði meiri í ár og hagvöxturinn minni á næsta ári en gert er ráð fyrir í þessum spám. Í greiningu samtakanna er bent á að atvinnuleysi hafi aukist umtalsvert en það nam 3,7 prósentum í apríl samanborið við 2,3 prósent í sama mánuði í fyrra. Mjög lítill hagvöxtur hafi mælst á fyrsta fjórðungi þessa árs og líkur séu á því að samdráttur hafi verið talsverður á öðrum ársfjórðungi. Þá berist nú tölur af umtalsverðum samdrætti í fjölda ferðamanna. Þeim fækkaði um 24 prósent í maí í samanburði við sama mánuð í fyrra en Isavia hefur spáð 17 prósenta fækkun á milli 2018 og 2019. Samtök iðnaðarins nefna að tillagan um breytingu á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar, sem er nú til umræðu á Alþingi, byggi á spá Hagstofunnar og grundvallist því á of bjartsýnni spá. Það sé áhyggjuefni því að það auki líkur á að ríkisfjármálunum verði ekki beitt sem skyldi. Telja samtökin brýnt að lækka stýrivexti Seðlabankans enn frekar til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við samdrátt í efnahagslífinu. Þá séu horfurnar með þeim hætti að rétt sé að reka ríkissjóð með halla. Nú sé rétti tíminn til að draga úr álögum á atvinnulífið og auka við framlög til ýmissa málaflokka.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum. 8. júní 2019 07:15
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45
Telur einsýnt að dýrtíðin sé að drepa ferðaþjónustuna Sigurjón M. Egilsson ritstjóri segir þetta ekki flókið. 28. maí 2019 10:48