Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl. Fréttablaðið/GVA Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Ríkislögmaður hefur fengið stefnur frá útgerðarfélögum vegna úthlutunar makrílkvóta árin 2015 til og með 2018. Milljarðatugir gætu verið í húfi fyrir íslenska ríkið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru stefnurnar bæði frá stórum og meðalstórum útgerðum. Hjá ríkislögmanni fékkst staðfest að stefnur hefðu komið inn á borð embættisins en ekki væri búið að þingfesta þær. Ekki fékkst uppgefið hversu margar stefnurnar væru né hversu háar kröfurnar eru. Þann 6. desember síðastliðinn komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt vegna kvótasetningar á makríl. Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja töldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna úthlutunar hins opinbera. Axel Helgason, formaður stjórnar Landssambands smábátaeigenda, segir að sex fyrirtæki hið minnsta ætli að sækja bætur. Hann segir kvótann á makríl vera á milli 65 og 100 milljarða króna virði og því um háar fjárhæðir að ræða. Fyrirtækin sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins gætu að hans mati fengið í sínar hendur um það bil 35 milljarða króna. „Þegar við höfum skoðað þessar tölur þá gætum við verið að tala um allt að 18 milljarða króna fyrir árin 2011 til 2014. Svo gætum við séð svipaðar tölur fyrir 2015 til 2018. Þetta eru vissulega háar fjárhæðir,“ segir Axel. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir breytingar á lögum um makrílveiðar, sem nú liggja fyrir í þinginu, vera til þess fallnar að bregðast við dómum Hæstaréttar. „Lögum samkvæmt er það hlutverk ríkislögmanns að fara með vörn þessara mála,“ segir Kristján Þór. „Hlutverk stjórnvalda hefur verið að bregðast við skaðabótaskyldu íslenska ríkisins eftir dóma Hæstaréttar í desember síðastliðnum, meðal annars með breytingum á veiðistjórn makrílveiða. Frumvarp þess efnis bíður nú afgreiðslu á Alþingi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira