Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 13:03 Margir hafa kvartað undan bitum. Vísir/Vilhelm Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og hefur fjöldi fólks leitað á læknavaktir vegna bita. Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á Suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. Lúsmýið hefur látið verulega á sér kræla undanfarnar vikur á landinu en síðustu daga hefur það einnig færst yfir á höfuðborgarsvæðið og hefur verið óvelkominn fylgikvilli sumarsins. Kvartanir yfir bitum lúsmýsins heyrast hátt og kannski ekki að ástæðulausu en lúsmý hefur rokið upp úr öllu valdi frá árinu 2014.Mæla með stera- og kláðastillandi kremum Í samtali við fréttastofu sögðust vakthafandi hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni hafa fengið í það minnsta fimm símtöl frá fólki í morgun þar sem leitað var ráða vegna bita og það sama hafi verið uppi á teningnum undanfarna daga og vikur. Er fólki ráðlagt að nota stera- og kláðastillandi krem á bitin og jafnvel taka verkjatöflur ef bitin valda fólki miklum óþægindum. Í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til læknis og fá sterasprautur. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi aukning í lúsmý hefur orðið hér á landi en Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, hefur áður sagt að skýringin sé líklega í breyttu veðurfari. Landsmenn hafa fagnað hlýju veðurfari undanfarinna vikna en svo virðist sem að lúsmýið komi í kaupbæti, mörgum til mikils ama. Helstu leiðir til þess að forðast lúsmý eru að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í görðum, svo sem í blómapottum eða kerjum. Skordýrafælandi krem og úðar sem fást í apótekum duga hvað best í baráttunni við lúsmý og geta mýflugnagildrur einnig verið gagnlegar. Þá er mælt með því að klæðast langerma bolum og síðum buxum, sérstaklega gallabuxum, og forðast það að ganga berfættur. Dýr Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og hefur fjöldi fólks leitað á læknavaktir vegna bita. Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á Suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. Lúsmýið hefur látið verulega á sér kræla undanfarnar vikur á landinu en síðustu daga hefur það einnig færst yfir á höfuðborgarsvæðið og hefur verið óvelkominn fylgikvilli sumarsins. Kvartanir yfir bitum lúsmýsins heyrast hátt og kannski ekki að ástæðulausu en lúsmý hefur rokið upp úr öllu valdi frá árinu 2014.Mæla með stera- og kláðastillandi kremum Í samtali við fréttastofu sögðust vakthafandi hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni hafa fengið í það minnsta fimm símtöl frá fólki í morgun þar sem leitað var ráða vegna bita og það sama hafi verið uppi á teningnum undanfarna daga og vikur. Er fólki ráðlagt að nota stera- og kláðastillandi krem á bitin og jafnvel taka verkjatöflur ef bitin valda fólki miklum óþægindum. Í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til læknis og fá sterasprautur. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi aukning í lúsmý hefur orðið hér á landi en Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, hefur áður sagt að skýringin sé líklega í breyttu veðurfari. Landsmenn hafa fagnað hlýju veðurfari undanfarinna vikna en svo virðist sem að lúsmýið komi í kaupbæti, mörgum til mikils ama. Helstu leiðir til þess að forðast lúsmý eru að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í görðum, svo sem í blómapottum eða kerjum. Skordýrafælandi krem og úðar sem fást í apótekum duga hvað best í baráttunni við lúsmý og geta mýflugnagildrur einnig verið gagnlegar. Þá er mælt með því að klæðast langerma bolum og síðum buxum, sérstaklega gallabuxum, og forðast það að ganga berfættur.
Dýr Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10