Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 13:03 Margir hafa kvartað undan bitum. Vísir/Vilhelm Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og hefur fjöldi fólks leitað á læknavaktir vegna bita. Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á Suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. Lúsmýið hefur látið verulega á sér kræla undanfarnar vikur á landinu en síðustu daga hefur það einnig færst yfir á höfuðborgarsvæðið og hefur verið óvelkominn fylgikvilli sumarsins. Kvartanir yfir bitum lúsmýsins heyrast hátt og kannski ekki að ástæðulausu en lúsmý hefur rokið upp úr öllu valdi frá árinu 2014.Mæla með stera- og kláðastillandi kremum Í samtali við fréttastofu sögðust vakthafandi hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni hafa fengið í það minnsta fimm símtöl frá fólki í morgun þar sem leitað var ráða vegna bita og það sama hafi verið uppi á teningnum undanfarna daga og vikur. Er fólki ráðlagt að nota stera- og kláðastillandi krem á bitin og jafnvel taka verkjatöflur ef bitin valda fólki miklum óþægindum. Í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til læknis og fá sterasprautur. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi aukning í lúsmý hefur orðið hér á landi en Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, hefur áður sagt að skýringin sé líklega í breyttu veðurfari. Landsmenn hafa fagnað hlýju veðurfari undanfarinna vikna en svo virðist sem að lúsmýið komi í kaupbæti, mörgum til mikils ama. Helstu leiðir til þess að forðast lúsmý eru að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í görðum, svo sem í blómapottum eða kerjum. Skordýrafælandi krem og úðar sem fást í apótekum duga hvað best í baráttunni við lúsmý og geta mýflugnagildrur einnig verið gagnlegar. Þá er mælt með því að klæðast langerma bolum og síðum buxum, sérstaklega gallabuxum, og forðast það að ganga berfættur. Dýr Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og hefur fjöldi fólks leitað á læknavaktir vegna bita. Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á Suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. Lúsmýið hefur látið verulega á sér kræla undanfarnar vikur á landinu en síðustu daga hefur það einnig færst yfir á höfuðborgarsvæðið og hefur verið óvelkominn fylgikvilli sumarsins. Kvartanir yfir bitum lúsmýsins heyrast hátt og kannski ekki að ástæðulausu en lúsmý hefur rokið upp úr öllu valdi frá árinu 2014.Mæla með stera- og kláðastillandi kremum Í samtali við fréttastofu sögðust vakthafandi hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni hafa fengið í það minnsta fimm símtöl frá fólki í morgun þar sem leitað var ráða vegna bita og það sama hafi verið uppi á teningnum undanfarna daga og vikur. Er fólki ráðlagt að nota stera- og kláðastillandi krem á bitin og jafnvel taka verkjatöflur ef bitin valda fólki miklum óþægindum. Í undantekningartilfellum gæti þurft að leita til læknis og fá sterasprautur. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þessi aukning í lúsmý hefur orðið hér á landi en Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, hefur áður sagt að skýringin sé líklega í breyttu veðurfari. Landsmenn hafa fagnað hlýju veðurfari undanfarinna vikna en svo virðist sem að lúsmýið komi í kaupbæti, mörgum til mikils ama. Helstu leiðir til þess að forðast lúsmý eru að koma í veg fyrir að vatn safnist fyrir í görðum, svo sem í blómapottum eða kerjum. Skordýrafælandi krem og úðar sem fást í apótekum duga hvað best í baráttunni við lúsmý og geta mýflugnagildrur einnig verið gagnlegar. Þá er mælt með því að klæðast langerma bolum og síðum buxum, sérstaklega gallabuxum, og forðast það að ganga berfættur.
Dýr Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10