75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 17. júní 2019 07:00 Almenningi býðst að heimsækja Stjórnarráðshúsið í dag. FBL Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan korter fyrir tíu og að honum loknum, klukkan tíu, hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst svo klukkan ellefu á Austurvelli með hefðbundnum liðum líkt og ávarpi forsætisráðherra og ávarpi fjallkonunnar. Einnig mun forseti Íslands leggja blómsveig að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Hamrahlíðarkórinn og Lúðrasveitin Svanur munu flytja tónlist. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun svo leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur verða farnar bæði frá Hagatorgi og Hallgrímskirkju klukkan eitt eftir hádegi og liggur leið þeirra beggja í Hljómskálagarðinn þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá til klukkan fimm. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, svo sem skátaþrautir, hoppukastalar og klifurturn. Á milli klukkan tvö og fimm verða svo stórtónleikar í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma margar af skærustu stjörnum landsins og kynnir verður Margrét Erla Maack. Lýðveldi Íslands er 75 ára í ár og af því tilefni verður boðið upp á köku á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn. Kakan verður 75 metra löng svo nóg ætti að vera í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað og má þess geta að kakan er jafn löng og hæð Hallgrímskirkjuturns. Einnig verður opnað við hátíðlega athöfn, í tilefni afmælisins, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými á Þjóðminjasafni Íslands. Hátíðarhöld verða víða um land í dag og má sem dæmi nefna að skemmtidagskrá verður á Rútstúni í Kópavogi klukkan 14, fjölskyldudagskrá verður á Glerártorgi á Akureyri á milli klukkan 14-16 og kvöldskemmtun verður á sama stað frá klukkan níu til miðnættis. Í Reykjanesbæ verður skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum á milli 14 og 16 þar sem Azra Crnac, flytur ávarp fjallkonu og á Seyðisfirði verður hátíðardagskrá í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar um dagskrána í höfuðborginni má finna á www.17juni.is 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Menning Tímamót Tengdar fréttir Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Fjölbreytt þjóðhátíðardagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst með samhljómi kirkjuklukkna í borginni klukkan korter fyrir tíu og að honum loknum, klukkan tíu, hefst guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst svo klukkan ellefu á Austurvelli með hefðbundnum liðum líkt og ávarpi forsætisráðherra og ávarpi fjallkonunnar. Einnig mun forseti Íslands leggja blómsveig að minnisvarða Jón Sigurðssonar og Hamrahlíðarkórinn og Lúðrasveitin Svanur munu flytja tónlist. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, mun svo leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Skrúðgöngur verða farnar bæði frá Hagatorgi og Hallgrímskirkju klukkan eitt eftir hádegi og liggur leið þeirra beggja í Hljómskálagarðinn þar sem tekur við fjölbreytt dagskrá til klukkan fimm. Þar verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna, svo sem skátaþrautir, hoppukastalar og klifurturn. Á milli klukkan tvö og fimm verða svo stórtónleikar í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma margar af skærustu stjörnum landsins og kynnir verður Margrét Erla Maack. Lýðveldi Íslands er 75 ára í ár og af því tilefni verður boðið upp á köku á Sóleyjargötu við Hljómskálagarðinn. Kakan verður 75 metra löng svo nóg ætti að vera í boði fyrir þá sem leggja leið sína þangað og má þess geta að kakan er jafn löng og hæð Hallgrímskirkjuturns. Einnig verður opnað við hátíðlega athöfn, í tilefni afmælisins, nýtt fjölskyldu- og fræðslurými á Þjóðminjasafni Íslands. Hátíðarhöld verða víða um land í dag og má sem dæmi nefna að skemmtidagskrá verður á Rútstúni í Kópavogi klukkan 14, fjölskyldudagskrá verður á Glerártorgi á Akureyri á milli klukkan 14-16 og kvöldskemmtun verður á sama stað frá klukkan níu til miðnættis. Í Reykjanesbæ verður skemmtidagskrá í Skrúðgarðinum á milli 14 og 16 þar sem Azra Crnac, flytur ávarp fjallkonu og á Seyðisfirði verður hátíðardagskrá í skrúðgarðinum við Seyðisfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar um dagskrána í höfuðborginni má finna á www.17juni.is
17. júní Birtist í Fréttablaðinu Menning Tímamót Tengdar fréttir Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Lokanir og dagskrá á höfuðborgarsvæðinu 17. júní Lýðveldið Ísland fagnar 75 ára afmæli þann 17. júní næstkomandi og verður blásið til hátíðarhalda víða á höfuðborgarsvæðinu. 16. júní 2019 14:00