Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þakkar Ragnari sérstaklega fyrir þátt þess síðarnefnda í sýningunni í færslu sem forsetinn birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Ragnar hafi sýnt minningu Ellýjar ræktarsemi með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum leikhússins frá frumsýningu söngleiksins árið 2017.
„Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“ skrifar Guðni og birtir með mynd af sér og Ragnari að taka saman lagið fyrir nokkrum árum.
Katrín sagði í samtali við Vísi í gær að afar erfitt hafi verið að skilja við hinn samheldna hóp sem tók þátt í sýningunni. Innan hans hafi verið svo mikill kærleikur og gleði að hún sé meyr við tilhugsunina um að nú sé komið að leiðarlokum.
Þessi mynd var tekin rétt eftir lokasýningu á Elly í gær. Við þökkum kærlega öllum þeim sem mættu og nutu sýningarinnar með okkur!View this post on Instagram
A post shared by Borgarleikhúsið Listabraut 3 (@borgarleikhusid) on Jun 16, 2019 at 11:36am PDT