Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Sighvatur Jónsson skrifar 16. júní 2019 12:49 Um 600 sumarbústaðir eru í Skorradal. Vísir/Bjarni Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn.Uppfært klukkan 14.33: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar reyndist eldur ekki hafa verið kveiktur í fjörunni við Skorradalsvatn. Gufa stígur upp úr vatninu sunnanverðu vegna þess að heitt vatn rennur í vatnið eftir að lögn fór í sundur. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sérstaklega á föstudagskvöld viðbrögð vegna hugsanlegra gróðurelda. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, er á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að skoða málið nánar. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar og alls sem á undan er gengið.“ „Ég hef fengið myndir af tjaldsvæði þarna þar sem var smá eldur og svo hefur greinilega verið kveiktur eldur niður í fjöru við vatnið. Þetta verður skoðað í samvinnu við lögreglu. Það má líta á þetta sem tilræði við almannaöryggi að haga sér svona. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og það verður farið með þetta lengra,“ segir Þórður.Frá brunaæfingu í Skorradal á föstudagskvöld.Mynd/Ágúst ÁgústssonSérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar yfir helgina vegna þurrkanna. Þórður varaslökkviliðsstjóri segir að bakvaktin verði áfram. Það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. „Hann hleypur sjálfsagt á milljónum yfir mánuðinn. Fyrir svona lítið slökkvilið er þetta gríðarleg kostnaðaraukning. Við megum ekki gleyma því að það eru tugþúsundir í sumarbústöðum hérna.“Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Þórður hvetur fólk til þess að kveikja alls ekki elda í Skorradal. „Alls ekki. Hugsið út í hvað þið eruð að gera.“ Spáð hafði verið rigningu á Vesturlandi á morgun 17. júní. Þórður segir að sú spá sé að breytast. „Það er útlit fyrir það að það verði áfram sama góða blíðan,“ segir Þórður að lokum. Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn.Uppfært klukkan 14.33: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Borgarbyggðar reyndist eldur ekki hafa verið kveiktur í fjörunni við Skorradalsvatn. Gufa stígur upp úr vatninu sunnanverðu vegna þess að heitt vatn rennur í vatnið eftir að lögn fór í sundur. Varað hefur verið við hugsanlegum gróðureldum á Vesturlandi vegna langvarandi þurrka. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi. Slökkvilið Borgarbyggðar æfði sérstaklega á föstudagskvöld viðbrögð vegna hugsanlegra gróðurelda. Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, er á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að skoða málið nánar. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar og alls sem á undan er gengið.“ „Ég hef fengið myndir af tjaldsvæði þarna þar sem var smá eldur og svo hefur greinilega verið kveiktur eldur niður í fjöru við vatnið. Þetta verður skoðað í samvinnu við lögreglu. Það má líta á þetta sem tilræði við almannaöryggi að haga sér svona. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og það verður farið með þetta lengra,“ segir Þórður.Frá brunaæfingu í Skorradal á föstudagskvöld.Mynd/Ágúst ÁgústssonSérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar yfir helgina vegna þurrkanna. Þórður varaslökkviliðsstjóri segir að bakvaktin verði áfram. Það hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið. „Hann hleypur sjálfsagt á milljónum yfir mánuðinn. Fyrir svona lítið slökkvilið er þetta gríðarleg kostnaðaraukning. Við megum ekki gleyma því að það eru tugþúsundir í sumarbústöðum hérna.“Sjá einnig: Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Þórður hvetur fólk til þess að kveikja alls ekki elda í Skorradal. „Alls ekki. Hugsið út í hvað þið eruð að gera.“ Spáð hafði verið rigningu á Vesturlandi á morgun 17. júní. Þórður segir að sú spá sé að breytast. „Það er útlit fyrir það að það verði áfram sama góða blíðan,“ segir Þórður að lokum.
Almannavarnir Borgarbyggð Skorradalshreppur Slökkvilið Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. 12. júní 2019 18:53