Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 17:15 Fjölmenni tók á móti Herjólfi í Friðarhöfn í dag. Eyjar.net/Tryggvi már Nýr Herjólfur var afhentur Vestmannaeyingum við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn síðdegis í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. Í ræðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kom fram að með nýjum Herjólfi standi vonir til að samgöngur verði betri og þjóni þörfum Vestmannaeyinga. Þá eru orkuskipti eitt af áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar. Því hefði ekkert annað komið til greina en að ný ferja gengi fyrir umhverfisvænni orku. Þá fluttu forstjóri Vegagerðarinnar, formaður bæjarráðs og fulltrúi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ávörp og prestur Landakirkju blessaði skipið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði Vestmanneyingum til hamingju með ferjuna í færslu á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis.Til hamingju með nýjan Herjólf Vestmannaeyingar og við öll! pic.twitter.com/sXLq2iy9Sl— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 15, 2019 Skipið kom til Vestmannaeyja í gær frá Póllandi og var siglt umhverfis Heimaey. Stefnt er að því að Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi már Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. 15. júní 2019 12:30 Herjólfur kominn heim til Eyja Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. 14. júní 2019 20:39 Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. 15. júní 2019 07:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Nýr Herjólfur var afhentur Vestmannaeyingum við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn síðdegis í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. Í ræðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kom fram að með nýjum Herjólfi standi vonir til að samgöngur verði betri og þjóni þörfum Vestmannaeyinga. Þá eru orkuskipti eitt af áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar. Því hefði ekkert annað komið til greina en að ný ferja gengi fyrir umhverfisvænni orku. Þá fluttu forstjóri Vegagerðarinnar, formaður bæjarráðs og fulltrúi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ávörp og prestur Landakirkju blessaði skipið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra óskaði Vestmanneyingum til hamingju með ferjuna í færslu á Twitter-reikningi sínum nú síðdegis.Til hamingju með nýjan Herjólf Vestmannaeyingar og við öll! pic.twitter.com/sXLq2iy9Sl— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 15, 2019 Skipið kom til Vestmannaeyja í gær frá Póllandi og var siglt umhverfis Heimaey. Stefnt er að því að Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Upphaflega var gert ráð fyrir að nýr Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði Herjólfs tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við nýjan Herjólf í dag.Eyjar.net/tryggvi már
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. 15. júní 2019 12:30 Herjólfur kominn heim til Eyja Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. 14. júní 2019 20:39 Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. 15. júní 2019 07:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag. 15. júní 2019 12:30
Herjólfur kominn heim til Eyja Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. 14. júní 2019 20:39
Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. 15. júní 2019 07:45