Woodland lék best á öðrum hringnum og er með forystuna á Opna bandaríska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2019 09:38 Woodland lék annan hringinn á sex höggum undir pari. vísir/getty Gary Woodland er með tveggja högga forystu eftir annan hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Leikið er á hinum sögufræga Pebble Beach velli í Kaliforníu. Hinn bandaríski Woodland lék manna best á öðrum hringnum og komst upp í efsta sætið. Hann lék á sex höggum undir pari og er samtals á níu höggum undir pari. Woodland kláraði hringinn með frábæru pútti fyrir fugli.ARE YOU KIDDING?!?! Gary Woodland caps an unreal 6-under 65 round with a 50-foot birdie. He leads by 2. #USOpenpic.twitter.com/QM466SGMF9 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019 Woodland jafnaði met Justins Rose frá því á fyrsta hring mótsins og Tiger Woods frá 2000. Þeir eru þeir einu sem hafa leikið á sex höggum undir pari á Opna bandaríska á Pebble Beach.Gary Woodland joins Justin Rose (yesterday) and Tiger Woods (2000) as the only players to shoot 65 in a #USOpen round at Pebble Beach. Leader board: https://t.co/LUYEHVMw6spic.twitter.com/wSdxcVTuF9 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019Rose, sem var með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn, er annar á sjö höggum undir pari. Englendingurinn lék vel á fyrri níu holunum en fékk tvo skolla á seinni níu. Louis Oosthuzien er í 3. sæti á sex höggum undir pari. Annar hringurinn var skrautlegur hjá Suður-Afríkumanninum sem fékk sjö fugla og sex skolla. Bandaríkjamaðurinn Aaron Wise og Norður-Írinn Rory McIlroy eru jafnir í 4. sætinu á fjórum höggum undir pari.Rory McIlroy shakes off double bogey, hits incredible shot from bunker,#USOpenpic.twitter.com/Ilqq2zqA68 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019 Brooks Koepka, sem hefur unnið Opna bandaríska undanfarin tvö ár, er 6. sætinu á fjórum höggum undir pari. Tiger fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og lék á einu höggi yfir pari. Hann er í 32. sæti á parinu. Rickie Fowler átti afleitan hring, lék á sex höggum yfir pari og datt niður í 45. sætið. Bein útsending frá þriðja hring Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf. Golf Tengdar fréttir Rose leiðir eftir fyrsta hring en Tiger er ekki langt undan Spenna eftir fyrsta hringinn á opna bandaríska. 14. júní 2019 07:30 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Gary Woodland er með tveggja högga forystu eftir annan hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Leikið er á hinum sögufræga Pebble Beach velli í Kaliforníu. Hinn bandaríski Woodland lék manna best á öðrum hringnum og komst upp í efsta sætið. Hann lék á sex höggum undir pari og er samtals á níu höggum undir pari. Woodland kláraði hringinn með frábæru pútti fyrir fugli.ARE YOU KIDDING?!?! Gary Woodland caps an unreal 6-under 65 round with a 50-foot birdie. He leads by 2. #USOpenpic.twitter.com/QM466SGMF9 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019 Woodland jafnaði met Justins Rose frá því á fyrsta hring mótsins og Tiger Woods frá 2000. Þeir eru þeir einu sem hafa leikið á sex höggum undir pari á Opna bandaríska á Pebble Beach.Gary Woodland joins Justin Rose (yesterday) and Tiger Woods (2000) as the only players to shoot 65 in a #USOpen round at Pebble Beach. Leader board: https://t.co/LUYEHVMw6spic.twitter.com/wSdxcVTuF9 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019Rose, sem var með eins höggs forystu eftir fyrsta hringinn, er annar á sjö höggum undir pari. Englendingurinn lék vel á fyrri níu holunum en fékk tvo skolla á seinni níu. Louis Oosthuzien er í 3. sæti á sex höggum undir pari. Annar hringurinn var skrautlegur hjá Suður-Afríkumanninum sem fékk sjö fugla og sex skolla. Bandaríkjamaðurinn Aaron Wise og Norður-Írinn Rory McIlroy eru jafnir í 4. sætinu á fjórum höggum undir pari.Rory McIlroy shakes off double bogey, hits incredible shot from bunker,#USOpenpic.twitter.com/Ilqq2zqA68 — U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 15, 2019 Brooks Koepka, sem hefur unnið Opna bandaríska undanfarin tvö ár, er 6. sætinu á fjórum höggum undir pari. Tiger fékk tvo skolla á síðustu tveimur holunum og lék á einu höggi yfir pari. Hann er í 32. sæti á parinu. Rickie Fowler átti afleitan hring, lék á sex höggum yfir pari og datt niður í 45. sætið. Bein útsending frá þriðja hring Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf.
Golf Tengdar fréttir Rose leiðir eftir fyrsta hring en Tiger er ekki langt undan Spenna eftir fyrsta hringinn á opna bandaríska. 14. júní 2019 07:30 Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rose leiðir eftir fyrsta hring en Tiger er ekki langt undan Spenna eftir fyrsta hringinn á opna bandaríska. 14. júní 2019 07:30