Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júní 2019 09:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira