Eldfimt ástand eftir árásir á Ómanflóa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júní 2019 07:15 Forstjóri skipafélags eins skipanna sem ráðist var á er ósammála Bandaríkjastjórn. Nordicphotos/AFP Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri fjögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenningar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af japanska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað fljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggjuefni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja viðræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hvenær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Bandaríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutaðeigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Evrópusambandið mun hvorki taka þátt í getgátum né fullyrða neitt um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa fyrr en nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þetta hafði CNN eftir upplýsingafulltrúa í gær en Bandaríkjastjórn hefur kennt Írönum um árásirnar. Ráðist var á tvö skip í vikunni og fjögur fyrir mánaðamót. Enginn fórst og Íransstjórn neitar alfarið ásökununum. Seinni tvö skipin voru frá Noregi og Japan en fyrri fjögur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og tvö frá Sádi-Arabíu. „Á meðan við sönkum að okkur upplýsingum og sönnunargögnum og leggjum mat á fyrirliggjandi gögn munum við ekki setja fram kenningar eða taka þátt í getgátum,“ var haft eftir upplýsingafulltrúanum. Einu gögnin sem Bandaríkjastjórn hefur lagt fram til þess að renna stoðum undir ásakanir sínar hingað til er myndband sem herinn birti og sagði sýna íranska sérsveitarliða fjarlægja tundurdufl sem sprakk ekki af japanska skipinu og ljósmyndir, sagðar sýna tundurduflið. Yutaka Katada, forstjóri japanska skipafélagsins Kokuka Sangyo, sem gerir út flutningaskipið sem ráðist var á, hélt blaðamannafund í gær. Hann sagði að eitthvað fljúgandi hefði hæft skipið og hafði það eftir áhöfn. „Það eru engar líkur á því að þetta hafi verið tundurdufl.“ Abbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, sagði ásakanirnar sjálfar áhyggjuefni. Bætti því við að það væri afar „hentugt“ fyrir Bandaríkjamenn að skella skuldinni á Íransstjórn. Bandaríkjastjórn hefur ekki tjáð sig um mögulegar gagnaðgerðir gegn Írönum utan þess að Donald Trump forseti sagði í gær að ekki væri stefnt á að loka Hormuzsundi, á milli Írans og Óman. Að minnsta kosti ekki lengi. Sundið er mikilvæg viðskiptaleið og um það fer töluvert magn olíu. Forsetinn sagðist hins vegar tilbúinn til þess að hefja viðræður við Íran á ný. „Við viljum fá þau að borðinu. Ég er tilbúinn hvenær sem þau vilja,“ sagði forsetinn við Fox News. Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa versnað til muna frá því Trump tók við embætti. Hann hefur rift kjarnorkusamningnum sem Íran gerði við Bandaríkin og önnur stórveldi er snerist um að Íran skyldi frysta kjarnorkuáætlun sína gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Meðal annars vegna þess að Bandaríkin telja Íransstjórn fjármagna hryðjuverkasamtök. Í kjölfar riftunarinnar hafa Bandaríkin lagt á nýjar þvinganir. Hafa einnig skilgreint byltingarvarðsveit Írans sem hryðjuverkasamtök og hafa utanríkismálagreinendur vestanhafs velt fram þeirri spurningu hvort sambandinu sé viðbjargandi. Sérfræðingar og greinendur sem NBC ræddi við í gær lýstu yfir áhyggjum sínum af því að Bandaríkin og Íran gætu hreinlega lent í vopnuðum átökum. „Eitt atvik gæti kveikt í öllu svæðinu. Jafnvel ef þetta tiltekna atvik hrindir hlutaðeigandi ekki fram af klettinum og í stríði færir hvert svona atvik okkur nær brúninni,“ sagði Ali Vaez hjá hugveitunni International Crisis Group.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Íran Tengdar fréttir Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12 Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30 Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42 Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Kenna Írönum um árásir í Ómanflóa Svo virðist sem að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa í dag. 13. júní 2019 21:12
Leggja fram myndband sem sýnir Írani fjarlægja sprengju úr öðru olíuskipinu Bandaríski herinn stendur staðfastlega við ásakanir sínar á hendur Írönum, sem herinn segir standa á bak við árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa. 14. júní 2019 11:30
Eigandi annars flutningaskipsins segir ólíka sögu af árásinni Áhöfn annars flutningaskipsins sem ráðist var á í Ómanflóa segist hafa séð fljúgandi hlut stefna á það áður en sprenging varð og gat kom á skrokkinn. 14. júní 2019 17:42
Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. 13. júní 2019 10:30