Margir leituðu inn á nýja Ísbarinn í miðbænum í góða veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 22:00 Hin kanadíska Christine Rae er framkvæmdastjóri staðarins. vísir/vilhelm „Það eru margir sem hafa leitað inn á Ísbarinn og kælt sig niður í góða veðrinu í dag,“ segir Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Bar, svokallaðs „ísbars“ sem opnaði í húsnæði við Laugaveg fyrr í dag. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið í marga mánuði. Rae segir stemmninguna hafa verið góða í allan dag þar sem fjöldi fólks hafi heimsótt barinn sem er til húsa í kjallara á Laugavegi 4. Auk veiganna verður hægt að njóta höggmynda úr ís á staðnum. Það eru norsk hjón sem eru bakhjarlar nýja Ísbarsins – þeim sjöunda sinnar tegundar sem þau opna. Fjórir staðanna eru í Noregi, einn í Kaupmannahöfn og einn var starfræktur í Karíbahafi en þurfti að loka eftir að fellibylur gekk þar yfir.Hægt verður að njóta höggmynda á staðnum.Vísir/VilhelmDrykkur og jakki innifalinn Rae, sem er frá Kanada, segir að gestir muni þurfa að greiða 3.900 krónur til að sækja staðinn, en innifalið er íslenskur kokteill með íslenskum vodka, auk láns á kuldajakka og hönskum með sérstöku gripi fyrir kokteilglösin. Hún segir að staðurinn sé ætlaður bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðinn að þau hjónin hafi varið miklum tíma og oft komið til Íslands í leit að hentugu húsnæði. „Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið.“Vísir/VilhelmFramkvæmdir staðið lengi Síðustu ár hafa miklar framkvæmdir staðið á lóðinni sem Reykjavíkurborg keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir króna árið 2008. Kaup borgarinnar voru gerð í tengslum við yfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn með Ólaf í hlutverki borgarstjóra. Voru kaupin liður í að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegarins. Áformin breyttust þó þegar borgin seldi lóðina – Laugaveg 4 og 6, auk Skólavörðustígs 1a – árið 2014 og gaf síðar út leyfi fyrir glerbyggingu milli gömlu húsanna á staðnum. Glerbyggingin reis árið 2017, en eftir framkvæmdir verður búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a.Vísir/vilhelm Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
„Það eru margir sem hafa leitað inn á Ísbarinn og kælt sig niður í góða veðrinu í dag,“ segir Christine Rae, framkvæmdastjóri Magic Ice Bar, svokallaðs „ísbars“ sem opnaði í húsnæði við Laugaveg fyrr í dag. Undirbúningur opnunarinnar hefur staðið í marga mánuði. Rae segir stemmninguna hafa verið góða í allan dag þar sem fjöldi fólks hafi heimsótt barinn sem er til húsa í kjallara á Laugavegi 4. Auk veiganna verður hægt að njóta höggmynda úr ís á staðnum. Það eru norsk hjón sem eru bakhjarlar nýja Ísbarsins – þeim sjöunda sinnar tegundar sem þau opna. Fjórir staðanna eru í Noregi, einn í Kaupmannahöfn og einn var starfræktur í Karíbahafi en þurfti að loka eftir að fellibylur gekk þar yfir.Hægt verður að njóta höggmynda á staðnum.Vísir/VilhelmDrykkur og jakki innifalinn Rae, sem er frá Kanada, segir að gestir muni þurfa að greiða 3.900 krónur til að sækja staðinn, en innifalið er íslenskur kokteill með íslenskum vodka, auk láns á kuldajakka og hönskum með sérstöku gripi fyrir kokteilglösin. Hún segir að staðurinn sé ætlaður bæði fyrir heimamenn og ferðamenn. Kirsten-Marie Holmen, annar norsku fjárfestanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í september síðastliðinn að þau hjónin hafi varið miklum tíma og oft komið til Íslands í leit að hentugu húsnæði. „Þegar við sáum þessa byggingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fundið.“Vísir/VilhelmFramkvæmdir staðið lengi Síðustu ár hafa miklar framkvæmdir staðið á lóðinni sem Reykjavíkurborg keypti ásamt fasteignum fyrir 580 milljónir króna árið 2008. Kaup borgarinnar voru gerð í tengslum við yfirlýsingu Ólafs F. Magnússonar og sjálfstæðismanna þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn með Ólaf í hlutverki borgarstjóra. Voru kaupin liður í að viðhalda 19. aldar götumynd Laugavegarins. Áformin breyttust þó þegar borgin seldi lóðina – Laugaveg 4 og 6, auk Skólavörðustígs 1a – árið 2014 og gaf síðar út leyfi fyrir glerbyggingu milli gömlu húsanna á staðnum. Glerbyggingin reis árið 2017, en eftir framkvæmdir verður búið að tengja saman Laugaveg 4 og Skólavörðustíg 1a.Vísir/vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15