Ökumenn aka nú upp Laugaveg Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2019 20:00 Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Mikil ringulreið skapaðist á Laugavegi í dag þegar akstursstefnunni var breytt. Héðan í frá aka ökumenn upp Laugaveg að hluta en ljóst er að ökumenn þurfi tíma til að venjast breytingunni. Klukkan átta í morgun var akstursstefnu bíla um Laugaveg breytt. Nú verður Laugavegur ekinn til austurs frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. Eins og áður er hægt að aka niður Laugaveg frá Hlemmi en nú má aðeins aka niður að Frakkastíg. Þaðan er einstefna niður á Hverfisgötu. Fram til þessa hafa þeir sem óku niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg þar sem göngugötusvæðið byrjaði. Í sumar er göngugötusvæðiðá Laugavegi minnkað frá fyrra ári og nær nú aðeins upp að Klapparstíg. Frá Klapparstíg má því nú aka upp Laugaveginn. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir ástæðu breytingarinnar tvíþætta. Fyrst og fremst sé verið að setja öryggi gangandi vegfarenda í fyrsta sæti. Með því að snúa akstursstefnunni við sé reynt að koma í veg fyrri að bílar aki inn á göngugötur. „Við erum ekki bara að gera það heldur erum við líka að dreifa umferðinni betur og létta á álaginu þannig að það er betra flæði um svæðið,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórEins og sjá máá myndbandinu eru ökumenn ekki allir búnir að átta sig á breytingunni. Fjölmargir bílar keyra niður Laugaveg þrátt fyrir tvö umferðarmerki sem banna innakstur. „Það hefur gengið ágætlega. Það voru nú ýmsir huglægir árekstrar í morgun. Ökumenn eru ekki alveg sammála í hvora áttina á að fara, en ég held að margir keyri þetta á vananum,“ sagði Sigurborg. Kaupmaður á horni Laugavegs og Klapparstígs hefði viljað sjá lögreglu stýra umferð um svæðið fyrstu dagana. „Já ég er búin að kalla eftir því að það komi einhver stýring. Löggæsla eða slíkt sem beinir fólki í rétta átt svona á meðan maður er að læra á þetta allt saman. Ég held að fólk læri á þetta bara eins og allt annað. Svo þarf fólk að venja sig á að nota bílastæðahúsin og rölta til okkar. Það er alltaf best,“ sagði Guðrún Jóhannesdóttir, kaupmaður og formaður Miðborgarinnar okkar.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ekið upp Laugaveginn þangað til vegkaflinn verður göngugata Á morgun, föstudag, taka gildi breytingar á akstursstefnu um Laugaveg en ekið verður upp götuna frá Klapparstíg upp að Frakkastíg. 13. júní 2019 13:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent