Allir sáttir um þinglok nema Miðflokkurinn Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 18:48 Logi Einarsson og Halldóra Mogensen á þingi eftir löng fundarhöld formanna flokkanna um þinglok í dag. Stöð 2 Ríkisstjórnin og fjórir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa náð samkomulagi um hvaða mál verða tekin fyrir áður en þingi verður slitið. Miðflokkurinn stendur utan samkomulagsins og heldur uppi sérstökum kröfum, meðal annars um þriðja orkupakkann. Formaður Samfylkingarinnar segir aðalatriði að Miðflokknum verði ekki leyft að taka þingið í gíslingu. Fundir formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi lauk um klukkan hálf sex nú síðdegis. Halldóra Mogensen, starfandi þingflokksformaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fjórir stjórnarandstöðuflokkar hafi gert málefnalegan samning við ríkisstjórnina um hvernig eigi að ljúka þingi. Afgreiða á frumvarp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, fiskeldi en frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð fer af dagskránni. Þá verður nokkrum þingmannafrumvörpum gefið rými á dagskránni. Ríkisstjórnin þarf aftur á móti að semja sérstaklega við Miðflokkinn sem haldi uppi kröfum um frestun afgreiðslu þriðja orkupakkans svonefnda og frumvarps um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti. Engin niðurstaða liggur enn fyrir, að sögn Halldóru. „Aðalatriðið er að þessir fjórir flokkar í stjórnarandstöðu hafa náð samkomulagi við ríkisstjórnina um það að taka til efnislegrar meðferðar mjög mörg mikilvæg mál og leyfa ekki Miðflokknum að taka þingið í gíslingu. Það verður svo bara að leysast langt fram á sumarið ef ekki næst samkomulag við þá um það mál,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Sjá meira
Ríkisstjórnin og fjórir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa náð samkomulagi um hvaða mál verða tekin fyrir áður en þingi verður slitið. Miðflokkurinn stendur utan samkomulagsins og heldur uppi sérstökum kröfum, meðal annars um þriðja orkupakkann. Formaður Samfylkingarinnar segir aðalatriði að Miðflokknum verði ekki leyft að taka þingið í gíslingu. Fundir formanna stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi lauk um klukkan hálf sex nú síðdegis. Halldóra Mogensen, starfandi þingflokksformaður Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að fjórir stjórnarandstöðuflokkar hafi gert málefnalegan samning við ríkisstjórnina um hvernig eigi að ljúka þingi. Afgreiða á frumvarp um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, fiskeldi en frumvarp fjármálaráðherra um þjóðarsjóð fer af dagskránni. Þá verður nokkrum þingmannafrumvörpum gefið rými á dagskránni. Ríkisstjórnin þarf aftur á móti að semja sérstaklega við Miðflokkinn sem haldi uppi kröfum um frestun afgreiðslu þriðja orkupakkans svonefnda og frumvarps um að heimila innflutning á ófrosnu kjöti. Engin niðurstaða liggur enn fyrir, að sögn Halldóru. „Aðalatriðið er að þessir fjórir flokkar í stjórnarandstöðu hafa náð samkomulagi við ríkisstjórnina um það að taka til efnislegrar meðferðar mjög mörg mikilvæg mál og leyfa ekki Miðflokknum að taka þingið í gíslingu. Það verður svo bara að leysast langt fram á sumarið ef ekki næst samkomulag við þá um það mál,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Sjá meira
Stefna á að semja um þinglok í dag Núna klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. 13. júní 2019 15:38