Gróðureldar verði ein sviðsmynd almannavarna Sighvatur Jónsson skrifar 13. júní 2019 18:30 Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er horft til fjölmennra sumarhúsabyggða eins og í Skorradal og Grímsnesi. Oddviti Skorradalshrepps sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sveitarfélög þurfi að endurskoða fjárframlög til slökkviliða í ljósi aðstæðna. Til greina komi að hreppurinn fjárfesti í svokallaðri vatnsskjólu. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Vísir/Sigurjón Sveitarfélög meti áhættuna Landhelgisgæslan er með eina slíka skjólu sem hefur verið notuð við æfingar hér á landi. Algengt er að nota þyrlur og flugvélar með slíkum búnaði í baráttu við skógarelda. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd mála. Þau eru með slökkviliðsstjóra, reka slökkvilið og kaupa búnað fyrir slökkviliðin. Þau verða sjálf að meta sína áhættu hvert fyrir sig,“ segir Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Sigurjón Ábyrgð fólks mikil Viðbragðsáætlanir og áhættumöt hafa verið útbúin. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, minnir á að fólk ber mikla ábyrgð. „Er ég reykingamaður? Kasta ég sígarettunni frá mér í kæruleysi? Nota ég kolagrill eða einnota grill? Er ég að brenna rusli? Sem er algjörlega ólíðandi í svona veðurfari. Ábyrgð okkar sem einstaklinga er mjög mikil. Hver á annar að passa okkur en við sjálf?“ Almannavarnir Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir meiri líkur en áður á stórum gróðureldum á Íslandi vegna loftslagsbreytinga og nýs gróðurfars. Stofnunin hefur lagt til við dómsmálaráðuneytið að gróðureldum verði bætt við sviðsmyndir almannavarna. Vegna mikilla þurrka hefur verið lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er horft til fjölmennra sumarhúsabyggða eins og í Skorradal og Grímsnesi. Oddviti Skorradalshrepps sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að sveitarfélög þurfi að endurskoða fjárframlög til slökkviliða í ljósi aðstæðna. Til greina komi að hreppurinn fjárfesti í svokallaðri vatnsskjólu. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.Vísir/Sigurjón Sveitarfélög meti áhættuna Landhelgisgæslan er með eina slíka skjólu sem hefur verið notuð við æfingar hér á landi. Algengt er að nota þyrlur og flugvélar með slíkum búnaði í baráttu við skógarelda. „Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd mála. Þau eru með slökkviliðsstjóra, reka slökkvilið og kaupa búnað fyrir slökkviliðin. Þau verða sjálf að meta sína áhættu hvert fyrir sig,“ segir Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Sigurjón Ábyrgð fólks mikil Viðbragðsáætlanir og áhættumöt hafa verið útbúin. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, minnir á að fólk ber mikla ábyrgð. „Er ég reykingamaður? Kasta ég sígarettunni frá mér í kæruleysi? Nota ég kolagrill eða einnota grill? Er ég að brenna rusli? Sem er algjörlega ólíðandi í svona veðurfari. Ábyrgð okkar sem einstaklinga er mjög mikil. Hver á annar að passa okkur en við sjálf?“
Almannavarnir Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira