Bergur með sýningu í Harbinger Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júní 2019 14:30 Bergur Thomas vann mynstrið á flíkunum sem hann klæðist hér, með Karen Huang. Fréttablaðið/Anton Brink Listamaðurinn Bergur Thomas Anderssen stendur fyrir listsýningunni Hinn eini sanni líkami The Hum og Lego Flamb í Harbinger, sem er listamannarekið sýningarrými. Þetta er fimmta sýningin í sýningarröðinni Rólegt og rómantískt, en hún samanstendur af sex sýningum í heildina. Sýningaröðinni er stýrt af Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur, Rúnari Erni Marinóssyni, Unu Björgu Magnúsdóttur og Veigari Ölni Gunnarssyni. Nafnið á sýningunni kemur frá tveimur persónum sem Bergur hefur verið að þróa í gegnum eldri gjörninga og mætast þær á þessari sýningu. Þetta eru persónurnar The Hum og Lego Flamb. „The Hum er persóna sem endurspeglar áhuga minn á umhverfishljóðum og þá sérstaklega hljóðmengun stórborga. Þessi hljóðmengun fann sér mynd í The Hum. Það er persónugert í gegnum keramíkhluti og viftu sem blæs vindi og ýtir heyi á sýningunni til og frá, til að mynda þessi hljóð sem við heyrum ekkert endilega, en finnum stöðugt fyrir,“ segir Bergur. Honum fannst áhugavert að búa til einhvern dúalisma við The Hum og þá varð persónan Lego Flamb til. „Kakterinn Lego Flamb fylgist grannt með hljóðgjafanum, The Hum. Verkin á sýningunni sviðsetja þannig hvernig hljóðgjafinn og hlustandinn mætast og virkja samtalið á milli þessara þátta í gegnum persónurnar.“ Á opnunargjörningnum lék Bergur báðar persónurnar. „Á meðan á gjörningnum stóð klæddist ég einnig búningi sem er útkoma samstarfsverkefnis milli mín og fatahönnuðarins Karen Huang. Munstrið sem ég klæðist er innblásið af sameiginlegri rannsóknarvinnu okkar á sögu felulita og fannst okkur áhugavert að skoða þessa tilteknu hefð í munsturgerð sem aðferð til að setja ólíka þætti undir sama hattinn.“Sýningin stendur opin til 23. júní. Fréttablaðið/Anton Brink.Bergur Thomas segir stóran part hugmyndavinnu sinnar einkennast af því að skapa tímabundna heima. „Til lengri tíma hefur rannsóknarvinna mín aðallega falist í því að gefa þessum samtölum form og hefur persónusköpun átt stóran hlut í því. Að kynna til leiks persónur og fara á milli hlutverka í gjörningaverkum er mín leið til að skapa þessi samtöl, sem taka yfirleitt fyrir einhverjar vangaveltur sem ég hef um til dæmis muninn á því að hlusta og að segja,“ segir Bergur. Hann segir ferlið að týna einhverju og leita að því líka vera vinsælan þráð í verkum sínum. „Það geta orðið til skemmtilegar sögur út frá því sem liggur á milli hluta eða neitar að láta sjá sig. Það er einhver stemning sem ég leita sífellt eftir og vinn gjarnan með þetta sem er órætt og ósagt. Ég skapa gjarnan tímabundinn, mýtólógískan heim úr ólíkum þáttum og leik mér að því að fara á milli þeirra, eins og að útskýra eitthvað sem er ósýnilegt eða ímyndað. Ég reyni að vekja myndir með orðum og nærverur með söng.“ Bergur segist vera hrifinn af söngmiðuðum listamönnum eins og Meredith Monk og Michele Mercurie, sem takast á við persónusköpun og sögugerð í gegnum tónlist. „Meredith Monk gaf út danskvikmynd sem heitir Book of Days árið 1989 og er klaustursdrama um miðaldalíf í þýskum sveitabæ. Tónlistin í myndinni veitti mér gífurlegan innblástur. Það vinnur á einhvern sjarmerandi hátt með tónlist frá miðöldum og er fyrst og fremst verk fyrir raddir. Þannig, já, þegar þú blandar saman Meredith Monk og tónlist frá miðöldum þá færðu bara eitthvað alveg einstakt vegna þess að hún hefur svo sterkan skilning á raddbeitingu.“ Þegar þessari sýningu lýkur snýr Bergur aftur til Rotterdam þar sem hann býr og hefur undirbúning fyrir næstu sýningu. Hún verður í Amsterdam í október og vinnur hann hana ásamt listakonunni Ash Kilmartin. „Okkar verkefni er skáldskapur, en byggður á dansplágunni sem hrjáði Strassborg í Þýskalandi í byrjun 16. aldar. Við komum til Íslands og höldum gjörning í Mengi í lok ágúst sem hluta af þessu verkefni okkar. Við höfum verið að vinna í svona „choose-your-own-adventure“-gjörningi þar sem áhorfendur verða aðalpersónur verksins. Þetta er æsispennandi verk og er gaman að fá áhorfendur með í svona hlutverkaleik. Fá þá til að vefja sér í ekta smábæjarpólitík og komast að því hvers vegna allir í bænum geta bara ekki hætt að dansa,“ segir Bergur að lokum. Sýningin Hinn eini sanni líkami The Hum og Lego Flamb stendur út 23. júní og er í Harbinger við Freyjugötu 1. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Þýskaland Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Listamaðurinn Bergur Thomas Anderssen stendur fyrir listsýningunni Hinn eini sanni líkami The Hum og Lego Flamb í Harbinger, sem er listamannarekið sýningarrými. Þetta er fimmta sýningin í sýningarröðinni Rólegt og rómantískt, en hún samanstendur af sex sýningum í heildina. Sýningaröðinni er stýrt af Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur, Rúnari Erni Marinóssyni, Unu Björgu Magnúsdóttur og Veigari Ölni Gunnarssyni. Nafnið á sýningunni kemur frá tveimur persónum sem Bergur hefur verið að þróa í gegnum eldri gjörninga og mætast þær á þessari sýningu. Þetta eru persónurnar The Hum og Lego Flamb. „The Hum er persóna sem endurspeglar áhuga minn á umhverfishljóðum og þá sérstaklega hljóðmengun stórborga. Þessi hljóðmengun fann sér mynd í The Hum. Það er persónugert í gegnum keramíkhluti og viftu sem blæs vindi og ýtir heyi á sýningunni til og frá, til að mynda þessi hljóð sem við heyrum ekkert endilega, en finnum stöðugt fyrir,“ segir Bergur. Honum fannst áhugavert að búa til einhvern dúalisma við The Hum og þá varð persónan Lego Flamb til. „Kakterinn Lego Flamb fylgist grannt með hljóðgjafanum, The Hum. Verkin á sýningunni sviðsetja þannig hvernig hljóðgjafinn og hlustandinn mætast og virkja samtalið á milli þessara þátta í gegnum persónurnar.“ Á opnunargjörningnum lék Bergur báðar persónurnar. „Á meðan á gjörningnum stóð klæddist ég einnig búningi sem er útkoma samstarfsverkefnis milli mín og fatahönnuðarins Karen Huang. Munstrið sem ég klæðist er innblásið af sameiginlegri rannsóknarvinnu okkar á sögu felulita og fannst okkur áhugavert að skoða þessa tilteknu hefð í munsturgerð sem aðferð til að setja ólíka þætti undir sama hattinn.“Sýningin stendur opin til 23. júní. Fréttablaðið/Anton Brink.Bergur Thomas segir stóran part hugmyndavinnu sinnar einkennast af því að skapa tímabundna heima. „Til lengri tíma hefur rannsóknarvinna mín aðallega falist í því að gefa þessum samtölum form og hefur persónusköpun átt stóran hlut í því. Að kynna til leiks persónur og fara á milli hlutverka í gjörningaverkum er mín leið til að skapa þessi samtöl, sem taka yfirleitt fyrir einhverjar vangaveltur sem ég hef um til dæmis muninn á því að hlusta og að segja,“ segir Bergur. Hann segir ferlið að týna einhverju og leita að því líka vera vinsælan þráð í verkum sínum. „Það geta orðið til skemmtilegar sögur út frá því sem liggur á milli hluta eða neitar að láta sjá sig. Það er einhver stemning sem ég leita sífellt eftir og vinn gjarnan með þetta sem er órætt og ósagt. Ég skapa gjarnan tímabundinn, mýtólógískan heim úr ólíkum þáttum og leik mér að því að fara á milli þeirra, eins og að útskýra eitthvað sem er ósýnilegt eða ímyndað. Ég reyni að vekja myndir með orðum og nærverur með söng.“ Bergur segist vera hrifinn af söngmiðuðum listamönnum eins og Meredith Monk og Michele Mercurie, sem takast á við persónusköpun og sögugerð í gegnum tónlist. „Meredith Monk gaf út danskvikmynd sem heitir Book of Days árið 1989 og er klaustursdrama um miðaldalíf í þýskum sveitabæ. Tónlistin í myndinni veitti mér gífurlegan innblástur. Það vinnur á einhvern sjarmerandi hátt með tónlist frá miðöldum og er fyrst og fremst verk fyrir raddir. Þannig, já, þegar þú blandar saman Meredith Monk og tónlist frá miðöldum þá færðu bara eitthvað alveg einstakt vegna þess að hún hefur svo sterkan skilning á raddbeitingu.“ Þegar þessari sýningu lýkur snýr Bergur aftur til Rotterdam þar sem hann býr og hefur undirbúning fyrir næstu sýningu. Hún verður í Amsterdam í október og vinnur hann hana ásamt listakonunni Ash Kilmartin. „Okkar verkefni er skáldskapur, en byggður á dansplágunni sem hrjáði Strassborg í Þýskalandi í byrjun 16. aldar. Við komum til Íslands og höldum gjörning í Mengi í lok ágúst sem hluta af þessu verkefni okkar. Við höfum verið að vinna í svona „choose-your-own-adventure“-gjörningi þar sem áhorfendur verða aðalpersónur verksins. Þetta er æsispennandi verk og er gaman að fá áhorfendur með í svona hlutverkaleik. Fá þá til að vefja sér í ekta smábæjarpólitík og komast að því hvers vegna allir í bænum geta bara ekki hætt að dansa,“ segir Bergur að lokum. Sýningin Hinn eini sanni líkami The Hum og Lego Flamb stendur út 23. júní og er í Harbinger við Freyjugötu 1.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Þýskaland Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira