Samþykktu að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála á Seltjarnarnesi Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 22:32 Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Vísir/Vilhelm Tillaga Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi um að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag. Lagt er til að stjórnsýsla síðustu fimmtán ára verði skoðuð. Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að greint var frá máli sextán ára stúlku. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður sinnar alla ævi og segir hún nefndina hafa sópað fjölda ábendinga undir teppið.Sjá einnig: Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna málsins og segir lögmaður þeirra, Sævar Þór Jónsson, pólitísk tengsl hafa haft áhrif á úrvinnslu málsins. Móðuramma stúlkunnar hafi verið virk í nefndum á vegum bæjarins og gagnrýndi Sævar að barnaverndarnefndir væru pólitískt skipaðar. Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd bæjarins og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist standa með stúlkunni. Samfylkingin lagði því til að óháður aðili yrði fenginn til þess að vinna stjórnsýsluúttekt á barnaverndarmálum síðustu fimmtán ára og skoðað yrði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Nefndin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu og traust verði að ríkja til starfa hennar og starfsmanna. Því sé nauðsynlegt að skoða og velta við öllum steinum varðandi vinnulag og ákvarðanir. „Því leggur Samfylking Seltirninga til að fengin verði óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness, þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 15 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla og vinnubrögð Barnaverndarnefndar og starfsmanna hennar hafi verið yfir gagnrýni hafin,“ segir í greinargerðinni. Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tillaga Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi um að gera úttekt á stjórnsýslu barnaverndarmála var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag. Lagt er til að stjórnsýsla síðustu fimmtán ára verði skoðuð. Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hefur verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að greint var frá máli sextán ára stúlku. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður sinnar alla ævi og segir hún nefndina hafa sópað fjölda ábendinga undir teppið.Sjá einnig: Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Stúlkan og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna málsins og segir lögmaður þeirra, Sævar Þór Jónsson, pólitísk tengsl hafa haft áhrif á úrvinnslu málsins. Móðuramma stúlkunnar hafi verið virk í nefndum á vegum bæjarins og gagnrýndi Sævar að barnaverndarnefndir væru pólitískt skipaðar. Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi í barnaverndarnefnd bæjarins og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagðist standa með stúlkunni. Samfylkingin lagði því til að óháður aðili yrði fenginn til þess að vinna stjórnsýsluúttekt á barnaverndarmálum síðustu fimmtán ára og skoðað yrði hvort vinnulag og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Í greinargerð með tillögunni segir að ástæða tillögunnar sé alvarlegar ásakanir í garð Barnaverndar Seltjarnarness. Nefndin sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í samfélaginu og traust verði að ríkja til starfa hennar og starfsmanna. Því sé nauðsynlegt að skoða og velta við öllum steinum varðandi vinnulag og ákvarðanir. „Því leggur Samfylking Seltirninga til að fengin verði óháður aðili til að vinna stjórnsýsluúttekt á Barnaverndarnefnd Seltjarnarness, þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 15 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla og vinnubrögð Barnaverndarnefndar og starfsmanna hennar hafi verið yfir gagnrýni hafin,“ segir í greinargerðinni.
Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00 Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sextán ára stúlka segir að Seltjarnarnesbær hafi sópað fjölda ábendinga um áralanga vanrækslu undir teppið Lögmaður stúlkunnar, fulltrúi í barnaverndarnefnd og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi telja öll að bærinn sé of lítill til að annast barnaverndarmál. 3. júní 2019 19:00
Segir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness hafa brugðist barni sem bjó við ofbeldi Sextán ára stúlka og faðir hennar hafa kvartað til Barnaverndarstofu vegna starfa Barnaverndarnefndar Seltjarnarnesbæjar. Stúlkan er sögð hafa búið við verulega vanrækslu af hálfu móður alla ævi. 2. júní 2019 18:30