Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti borgarlínusamning: „Frjálslyndari öfl Sjálfstæðisflokksins“ með þrjú sæti í bæjarstjórn Sylvía Hall skrifar 12. júní 2019 19:39 Karl Pétur fagnar niðurstöðu fundarins. Vísir Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“ Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í kvöld var samningur um borgarlínu samþykktur með sex atkvæðum. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, kaus gegn samningnum. Magnús Örn lagðist gegn undirritun samningsins líkt og Vísir greindi frá í gær. Sjálfstæðisfélag Seltirninga tók undir þau sjónarmið en Magnús sagði hugmyndir um borgarlínu vera óraunhæfar eins og staðan væri núna og heildarkostnaðaráætlun vera á miklu reiki.Sjá einnig: Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslistans, fagnar því að samningurinn hafi verið samþykktur og segir Magnús Örn vera með takmarkaða sýn á þróun borgarinnar. Hann segir bæjarfulltrúa hafa tekist á á fundinum en fundurinn hafi þó bæði verið skemmtilegur og gagnlegur. „Það voru harðar umræður um málið og fjórar bókanir. Þetta endaði með því að þrír sjálfstæðismenn kusu með borgarlínunni og við þrjú sem eru í minnihlutanum en forseti Bæjarstjórnar, Magnús Örn, kaus á móti,“ segir Karl Pétur í samtali við Vísi. Hann segir ljóst að frjálslyndari öfl innan Sjálfstæðisflokksins eigi þrjú sæti innan bæjarstjórnar á meðan annað viðmót sé hjá forseta bæjarstjórnar og Sjálfstæðisfélagi Seltirninga. „Sjálfstæðisfélagið bókaði gegn borgarlínu þannig að það bendir ýmislegt til þess að Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins hafi náð undirtökum í Sjálfstæðisfélagi Seltirninga á meðan frjálslyndari öfl séu með þarna þrjú sæti,“ segir Karl Pétur.Útilokað að leysa málin til framtíðar með öðrum hætti Karl Pétur segir mikilvægt að samningurinn hafi verið samþykktur til þess að tryggja áframhaldandi traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það sé mikilvægt að horfa til framtíðar í þessum málum og fagnar því niðurstöðu fundarins. „Þetta var góður fundur og ærleg skoðanaskipti og það er allavega skoðun mín að það sé algjörlega útilokað að leysa málin til framtíðar með öðru heldur en svona stórum framkvæmdum á sviði almenningssamgangna,“ segir Karl Pétur, kátur með niðurstöðu fundarins. „Það ríkir traust á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að svona stórum innviðaframkvæmdum sem eitt sveitarfélag ræður ekki við. Ef við myndum segja okkur frá því þá myndi það traust rofna og í rauninni græfi það svolítið hressilega undan þeim rökum sem eru fyrir Seltjarnarnesi sem sjálfstæðu sveitarfélagi.“
Borgarlína Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00 Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Sjá meira
Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum. 21. maí 2019 14:00
Sjálfstæðisfélag Seltirninga mótfallið undirritun samnings um borgarlínu Sjálfstæðisfélag Seltirninga biðlar til bæjarfulltrúa sinna um að skrifa ekki undir samning varðandi borgarlínu. 11. júní 2019 23:06