Veðrið ekki alveg í takt við langtímaspá Einars sem boðaði bleytu í sumar Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2019 14:28 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Myndin er samsett. Það stefnir í met sólskinsstunda í Reykjavík í júní mánuði ef fram fer sem horfir. Það sem af er júní mánuði eru sólskinsstundirnar 171,3, eða 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga árið 1924.Þessi staðreyndin gerir langtímaveðurspá Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings frá því í maí nokkuð athyglisverða en hann brást ekki illa við því þegar Vísir bar hana undir hann í dag. Í langtímaveðurspá Einars var gert ráð fyrir að veðurlag sumarsins myndi einkennast af þokkalegum hlýindum en Einar spáði hins vegar fyrir meiri úrkomu að jafnaði í þessari þriggja mánaða spá sem náði yfir júní, júlí og ágúst. Bjartviðri hefur hins vegar verið víðs vegar um landið það sem af er sumri.Sumarið byrjar ekki í takt við spána „Þessi spá sem þú vísar í er byggð á gögnum sem ég las úr fyrir júní, júlí og ágúst. Þau bentu eindregið til að það yrði hlýtt í heildina en heldur meiri bleyta en venjan er um norðvestanvert landið,“ segir Einar. Hann bendir reyndar að í dag sé 12. júní og því er ekki einn sjötti liðinn af þessu tímabili sem hann spáði fyrir um. „En tímabilið byrjar vissulega þannig að það er ekki í tak við spána,“ segir Einar. Tekur hann fram að þessar langtímaspár eru meira settar fram til gaman heldur en alvöru. „Það er ekki hægt að treysta langtímaspám á sama hátt og maður getur treyst tveggja til þriggja daga spánni,“ segir Einar. Eru langtímaspár byggðar á vangaveltum um frávik í yfirborðshita sjávar og hafís og hvernig það getur mögulega haft áhrif á loftstraumana í kringum landið. „Stundum sér maður ekkert út úr þessum spám en það sem sást í þessum gögnum fyrir sumarið er ekkert í líkingu við það sem við höfum verið að sjá í veðrinu að undanförnu. Það hefur verið mjög hár loftþrýstingur yfir Íslandi frá því í byrjun maí, vel yfir meðallagi,“ segir Einar en háum loftþrýstingi á vorin fylgja margar sólskinsstundir og minni úrkoma.Fyrirstöðuhæðin öðruvísi í ár Það sem veldur þessu er svokölluð fyrirstöðuhæð sem hefur myndast nærri landinu og haldið kyrr fyrir, og þá frekar yfir Grænlandi. Í fyrra voru einnig fyrirstöðuhæðir en þær voru þá meira yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu. Ísland var vestan megin við fyrirstöðuhæðina sem varð þess valdandi að ríkjandi vestanvindar færðu lægðir til Íslands. „Sumpart er þetta tilviljun og aðrir þættir sem við áttum okkur ekki sem stýra þessu. Við þekkjum ekki alltaf orsakasamhengið.“ Margir hafa talað um sumarið í fyrra sem rigningasumarið mikla en Einar segir það ekki hafa verið svo. Óþurrkar og kuldi voru ríkjandi framan af á Suðurlandi en bændur náðu þó ágætum heyjum. Það rigndi ekki heldur upp á hvern einasta daga líkt og gerði þegar rigningarsumur stóðu yfir í gamla daga.Gæti dregið til tíðinda í kringum sumarsólstöður Í ár hefur sumarið boðið upp á bjartviðri víða um land en mögulega síst á Norðausturlandi þar sem var mikil veðurblíða í fyrra. Sumarið hefur ekki verið neitt sérlega hlýtt framan af þó svo það hafi verið bjart. Heldur hefur kólnað á nóttunni og næturfrost tíð. Næstu fimm til sex eru horfur á þann veg að háþrýstisvæðið verður enn viðloðandi landið með tilheyrandi bjartviðri en um sumarsólstöðurnar upp úr 20. júní gæti veðrið skipt um gír. Veður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Skrifað undir samning í kjaradeilu kennara Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Það stefnir í met sólskinsstunda í Reykjavík í júní mánuði ef fram fer sem horfir. Það sem af er júní mánuði eru sólskinsstundirnar 171,3, eða 8,3 stundum meira en mest hefur áður mælst sömu daga árið 1924.Þessi staðreyndin gerir langtímaveðurspá Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings frá því í maí nokkuð athyglisverða en hann brást ekki illa við því þegar Vísir bar hana undir hann í dag. Í langtímaveðurspá Einars var gert ráð fyrir að veðurlag sumarsins myndi einkennast af þokkalegum hlýindum en Einar spáði hins vegar fyrir meiri úrkomu að jafnaði í þessari þriggja mánaða spá sem náði yfir júní, júlí og ágúst. Bjartviðri hefur hins vegar verið víðs vegar um landið það sem af er sumri.Sumarið byrjar ekki í takt við spána „Þessi spá sem þú vísar í er byggð á gögnum sem ég las úr fyrir júní, júlí og ágúst. Þau bentu eindregið til að það yrði hlýtt í heildina en heldur meiri bleyta en venjan er um norðvestanvert landið,“ segir Einar. Hann bendir reyndar að í dag sé 12. júní og því er ekki einn sjötti liðinn af þessu tímabili sem hann spáði fyrir um. „En tímabilið byrjar vissulega þannig að það er ekki í tak við spána,“ segir Einar. Tekur hann fram að þessar langtímaspár eru meira settar fram til gaman heldur en alvöru. „Það er ekki hægt að treysta langtímaspám á sama hátt og maður getur treyst tveggja til þriggja daga spánni,“ segir Einar. Eru langtímaspár byggðar á vangaveltum um frávik í yfirborðshita sjávar og hafís og hvernig það getur mögulega haft áhrif á loftstraumana í kringum landið. „Stundum sér maður ekkert út úr þessum spám en það sem sást í þessum gögnum fyrir sumarið er ekkert í líkingu við það sem við höfum verið að sjá í veðrinu að undanförnu. Það hefur verið mjög hár loftþrýstingur yfir Íslandi frá því í byrjun maí, vel yfir meðallagi,“ segir Einar en háum loftþrýstingi á vorin fylgja margar sólskinsstundir og minni úrkoma.Fyrirstöðuhæðin öðruvísi í ár Það sem veldur þessu er svokölluð fyrirstöðuhæð sem hefur myndast nærri landinu og haldið kyrr fyrir, og þá frekar yfir Grænlandi. Í fyrra voru einnig fyrirstöðuhæðir en þær voru þá meira yfir Bretlandseyjum og Skandinavíu. Ísland var vestan megin við fyrirstöðuhæðina sem varð þess valdandi að ríkjandi vestanvindar færðu lægðir til Íslands. „Sumpart er þetta tilviljun og aðrir þættir sem við áttum okkur ekki sem stýra þessu. Við þekkjum ekki alltaf orsakasamhengið.“ Margir hafa talað um sumarið í fyrra sem rigningasumarið mikla en Einar segir það ekki hafa verið svo. Óþurrkar og kuldi voru ríkjandi framan af á Suðurlandi en bændur náðu þó ágætum heyjum. Það rigndi ekki heldur upp á hvern einasta daga líkt og gerði þegar rigningarsumur stóðu yfir í gamla daga.Gæti dregið til tíðinda í kringum sumarsólstöður Í ár hefur sumarið boðið upp á bjartviðri víða um land en mögulega síst á Norðausturlandi þar sem var mikil veðurblíða í fyrra. Sumarið hefur ekki verið neitt sérlega hlýtt framan af þó svo það hafi verið bjart. Heldur hefur kólnað á nóttunni og næturfrost tíð. Næstu fimm til sex eru horfur á þann veg að háþrýstisvæðið verður enn viðloðandi landið með tilheyrandi bjartviðri en um sumarsólstöðurnar upp úr 20. júní gæti veðrið skipt um gír.
Veður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Skrifað undir samning í kjaradeilu kennara Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira