Facebook bítur ekki á agnið vegna gervimyndbands af Zuckerberg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2019 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/skjáskot Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn mun ekki fjarlægja svokallað „deep-fake“ myndband þar sem sjá má Mark Zuckerberg, stofnanda og forstjóra, gorta sig af því að hafa safnað persónuupplýsingum milljarða notenda Facebook. Myndbandið er hluti af ádeilu tveggja breska listamanna á það hversu auðvelt er að breiða út falskar upplýsingar.Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, má sjá tölvugerða en nokkuð sannfærandi útgáfu af Zuckerberg.„Ímyndið ykkur þetta: Einn maður hefur komið höndum sínum yfir stolnum upplýsingum um milljarða manna, öll leyndarmál þeirra, allt líf þeirra og framtíð,“ heyrist þessi útgáfa af Zuckerberg segja. „Ég á þetta allt Spectre að þakka. Spectre sýndi mér að sá sem stjórnar gögnunum, hann stjórnar framtíðinni.“Nokkuð auðvelt er að koma auga á að myndbandið er ekki ekta, fyrir það fyrsta er rödd Zuckerberg í myndbandinu ekki hans eigin auk þess sem að Spectre samtökin eiga sér aðeins stað í kvikmyndum og bókum um breska njósnarann James Bond. View this post on InstagramA post shared by Bill Posters (@bill_posters_uk) on Jun 7, 2019 at 7:15am PDT Myndbandið þykir þó athyglisvert fyrir þær sakir að stutt er síðan Facebook neitaði að taka niður falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem látið var líta út fyrir að hún væri drukkin á opinberum viðburði. Því myndbandi var deilt víða og mátti Facebook þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig fyrirtækið tók á myndbandinu. Kölluðu þingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum eftir því að myndbandið yrði tekið úr dreifingu á Facebook en þess í stað ákvað tæknirisinn að draga úr birtingu þess þar sem búið væri að merkja myndbandið sem falskt. Það væri undir notendum komið að ákveða hvort þeir tækju efni þess trúanlegt eða ekki.Í yfirlýsingu kemur frá Facebook vegna myndbandsins af Zuckerberg kemur fram að það muni fá sömu meðhöndlum og myndbandið af Pelosi. Ef staðreyndaathugun þriðja aðila leiðir til þess að myndbandið verði merkt sem falskt verði dregið úr birtingu þess á miðlum Facebook.Myndbandið er framleitt af tveimur breskum listamönnum, þeim Bill Posters og Daniel Howe. Sem fyrr er það svokallað „deep-fake“ myndband. Með tækninni er hægt að skeyta andlitum einstaklinga inn á myndbönd með sannfærandi hætti.Í frétt New York Times um myndbandið af Zuckerberg segir að sérfræðingar hafi lengi haft áhyggur af tækninni á bak við hin svokölluðu „deep-fake“ myndbönd, þar sem með þeim sé auðvelt að búa til sannfærandi en að sama skapi algjörlega fölsk myndbönd, sem erfitt sé fyrir hinn almenna borgara að greina hvort séu fölsk eða ekki.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35 Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Falsauglýsingar sem beinast að Íslendingum hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. 11. júní 2019 21:35
Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna. 25. maí 2019 20:45