Hafnarfjörður í forystu í aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum Ólafur Ingi Tómasson skrifar 12. júní 2019 08:00 Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda er mál sem ekki fyrir svo löngu síðan komst í hámæli. Við Hafnfirðingar höfum tekið umhverfismálin alvarlega m.a. með metnaðarfullri umhverfis- og auðlindastefnu þar sem tekið er á flestum málum er varða verndun og betri umgengni við umhverfið auk aðgerðaáætlunar varðandi stefnu Hafnarfjarðar um umhverfis- og auðlindamál.Vistvænar framkvæmdir í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 29. maí tillögur að aðgerðum til að hvetja húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings. Tillögurnar fjalla m.a. um að djúpgámar verði á öllum uppbyggingarsvæðum auk þess sem gert verði ráð fyrir þeim við endurskoðun á skipulagsskilmálum í eldri hverfum. Samþykkt voru ákvæði um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdarstað, að minnsta kosti 20% byggingarefna í nýframkvæmdum skuli hafa umhverfisvottun og að Hafnarfjarðarbær móti sér stefnu um vottun (BREEAM, Svanurinn eða sambærilegt) allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt var að innleiða hvata til framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM-vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðaverði. Samþykkt var að afsláttur af lóðarverði vegna Svansvottaðs húss verði 20%, að byggingar með BREEAM-einkunn „Very good“ 55% fái 20% afslátt af lóðarverði og við BREEAM-einkunn „Excellent“ 70% verði afsláttur af lóðarverði 30%. Þá samþykkti bæjarstjórn jafnframt að Hafnarfjörður gerist aðili að Grænni byggð. Í stóra samhenginu Samþykkt bæjarstjórnar er einkar ánægjuleg en e.t.v. lítið skref í stóra samhenginu um umhverfisvernd en lýsir vilja bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í umhverfismálum. Í stóra samhenginu þar sem byggingar og byggingariðnaðurinn á heimsvísu er talinn ábyrgur fyrir um 25%-35% losunar gróðurhúsalofttegunda má e.t.v. segja að samþykkt okkar í Hafnarfirði megi sín lítils en eins og máltækið segir „margt smátt gerir eitt stórt“, þannig munum við ná árangri í umhverfismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda er mál sem ekki fyrir svo löngu síðan komst í hámæli. Við Hafnfirðingar höfum tekið umhverfismálin alvarlega m.a. með metnaðarfullri umhverfis- og auðlindastefnu þar sem tekið er á flestum málum er varða verndun og betri umgengni við umhverfið auk aðgerðaáætlunar varðandi stefnu Hafnarfjarðar um umhverfis- og auðlindamál.Vistvænar framkvæmdir í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 29. maí tillögur að aðgerðum til að hvetja húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings. Tillögurnar fjalla m.a. um að djúpgámar verði á öllum uppbyggingarsvæðum auk þess sem gert verði ráð fyrir þeim við endurskoðun á skipulagsskilmálum í eldri hverfum. Samþykkt voru ákvæði um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdarstað, að minnsta kosti 20% byggingarefna í nýframkvæmdum skuli hafa umhverfisvottun og að Hafnarfjarðarbær móti sér stefnu um vottun (BREEAM, Svanurinn eða sambærilegt) allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt var að innleiða hvata til framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM-vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðaverði. Samþykkt var að afsláttur af lóðarverði vegna Svansvottaðs húss verði 20%, að byggingar með BREEAM-einkunn „Very good“ 55% fái 20% afslátt af lóðarverði og við BREEAM-einkunn „Excellent“ 70% verði afsláttur af lóðarverði 30%. Þá samþykkti bæjarstjórn jafnframt að Hafnarfjörður gerist aðili að Grænni byggð. Í stóra samhenginu Samþykkt bæjarstjórnar er einkar ánægjuleg en e.t.v. lítið skref í stóra samhenginu um umhverfisvernd en lýsir vilja bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í umhverfismálum. Í stóra samhenginu þar sem byggingar og byggingariðnaðurinn á heimsvísu er talinn ábyrgur fyrir um 25%-35% losunar gróðurhúsalofttegunda má e.t.v. segja að samþykkt okkar í Hafnarfirði megi sín lítils en eins og máltækið segir „margt smátt gerir eitt stórt“, þannig munum við ná árangri í umhverfismálum.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar