Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 23:30 Sergio Moro dæmdi Lula fyrrverandi forseta í fangelsi árið 2017. Fyrr á þessu ári tók hann við embætti dómsmálaráðherra. Vísir/EPA Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni. Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni.
Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00