Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 23:30 Sergio Moro dæmdi Lula fyrrverandi forseta í fangelsi árið 2017. Fyrr á þessu ári tók hann við embætti dómsmálaráðherra. Vísir/EPA Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni. Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Heitt er nú undir Sergio Moro, dómsmálaráðherra Brasilíu, eftir að upplýst var um skilaboð sem hann skiptist á við saksóknara í máli Luiz Inacio Lula da Silva fyrir tveimur árum. Eitt helsta dagblað landsins hefur kallað eftir afsagnar ráðherrans. Moro var dómarinn í spillingarmáli gegn Lula, fyrrverandi forseta Brasilíu, árið 2017. Ákærurnar á hendur Lula voru hluti af umfangsmiklu spillingar- og mútumáli sem hefur skekið Brasilíu undanfarin ár. Jair Bolsonaro, forseti, fékk Moro til að taka við embætti dómsmálaráðherra í byrjun þessa árs. Fréttasíðan The Intercept birti á hvítasunnudag skilaboð sem Moro og saksóknari í málinu skiptust á sem vekja upp spurningar um hlutleysi hans. Í skilaboðunum ráðlagði Moro saksóknaranum um hvernig hann ætti að haga málatilbúnaði sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lula var bannað að bjóða sig fram til forseta gegn Bolsonaro í fyrra vegna spillingardómsins. Verjendur Lula segja að skilaboðin renni stoðum undir málflutning þeirra um að Moro og saksóknararnir hafi lagst á eitt til að tryggja að Lula yrði sakfelldur fljótt og bannað að bjóða sig fram. Moro og saksóknarinn hafna því að nokkuð í skilaboðunum bendi til þess að þeir hafi gert nokkuð rangt. Hæstaréttardómarar segja aftur á móti að samráð Moro og saksóknaranna hafi verið skýrt brot á siðareglum og mögulega lögbrot. Estado de S. Paulo, eitt þriggja stærstu dagblaða Brasilíu og það íhaldssamasta, kallaði eftir afsögn Moro í leiðara í dag. Skilaboðin hafi verið óviðeigandi og mögulega ólögleg. The Intercept var stofnað af Glenn Greenwald, fyrrverandi blaðamanni The Guardian, sem upplýsti um umfangsmiklar persónunjósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Miðillinn segist hafa fengið gríðarlegt magn gagna sem stolið var úr síma Moro og saksóknaranna. Von sé á frekari uppljóstrunum úr þeim á næstunni.
Brasilía Tengdar fréttir Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Nýr ráðherra er afar umdeildur Jair Bolsonaro, sem tekur við embætti forseta Brasilíu á nýársdag, hefur talið dómarann Sergio Moro, sem þekktur er fyrir harða dóma í spillingarmálum, á að verða dómsmálaráðherra sinn. 2. nóvember 2018 09:00