Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2019 16:21 Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í morgun í síma við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, um komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu hingað til lands á sunnudaginn. Í samtalinu, sem tyrkneski ráðherrann óskaði eftir, lét hann í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda og áréttaði að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint.Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017.Vísir/GettyÞá lýsir Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem séu mun harðari en tilefni gefi til, að því er haft er eftir ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. „Mér þykir leitt að tyrkneska landsliðið hafi haft neikvæða upplifun af komunni til Íslands því að við leggjum mikið upp úr að taka vel á móti erlendum gestum okkar. Hins vegar verður eitt yfir alla að ganga og venjubundnu verklagi var fylgt í hvívetna. Þetta skýrði ég út fyrir Çavuşoğlu og um leið lýsti ég yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem væru mun harðari en tilefni gæfi til. Á endanum snýst koma tyrkneska liðsins hingað til lands um knattspyrnu og ég vonast til að allir geti nú einblínt á leikinn í kvöld, sem efalítið verður spennandi.“ Koma tyrkneska landsliðsins hingað til lands hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess að liðsmenn hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og einnig vegna belgísks manns sem otaði uppþvottabursta að landsliðinu á flugvellinum. Allir burstar verða gerðir upptækir á leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld en öryggisfulltrúi KSÍ segir Tyrkina túlka burstann sem kynþáttaníð. EM 2020 í fótbolta Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld Síðustu miðarnir seldust í morgun. 11. júní 2019 11:05 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í morgun í síma við Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, um komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu hingað til lands á sunnudaginn. Í samtalinu, sem tyrkneski ráðherrann óskaði eftir, lét hann í ljós vonbrigði með framkvæmd öryggiseftirlits og vegabréfaskoðunar á Keflavíkurflugvelli og óskaði skýringa á henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda og áréttaði að framkvæmdin hefði að öllu leyti verið í samræmi við hefðbundið verklag og óskir um sérstaka hraðmeðferð, sem alla jafna stæði íþróttaliðum ekki til boða, hefðu borist of seint.Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands á fundi NATO-ríkja í Brussel árið 2017.Vísir/GettyÞá lýsir Guðlaugur Þór yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem séu mun harðari en tilefni gefi til, að því er haft er eftir ráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. „Mér þykir leitt að tyrkneska landsliðið hafi haft neikvæða upplifun af komunni til Íslands því að við leggjum mikið upp úr að taka vel á móti erlendum gestum okkar. Hins vegar verður eitt yfir alla að ganga og venjubundnu verklagi var fylgt í hvívetna. Þetta skýrði ég út fyrir Çavuşoğlu og um leið lýsti ég yfir undrun vegna viðbragða tyrkneskra stjórnvalda, sem væru mun harðari en tilefni gæfi til. Á endanum snýst koma tyrkneska liðsins hingað til lands um knattspyrnu og ég vonast til að allir geti nú einblínt á leikinn í kvöld, sem efalítið verður spennandi.“ Koma tyrkneska landsliðsins hingað til lands hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess að liðsmenn hafa kvartað sáran yfir vinnubrögðum íslensks landamæraeftirlits og einnig vegna belgísks manns sem otaði uppþvottabursta að landsliðinu á flugvellinum. Allir burstar verða gerðir upptækir á leik liðanna á Laugardalsvelli í kvöld en öryggisfulltrúi KSÍ segir Tyrkina túlka burstann sem kynþáttaníð.
EM 2020 í fótbolta Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50 Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00 Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18 Uppselt á Laugardalsvöll í kvöld Síðustu miðarnir seldust í morgun. 11. júní 2019 11:05 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
Tyrkneskir hakkarar réðust á Sunnlenska Ritstjóri Sunnlenska biðlar til sinna manna að þeir svari fyrir árásina á vellinum í kvöld. 11. júní 2019 13:50
Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. 11. júní 2019 12:00
Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás. 11. júní 2019 11:18