Ludvigsen-málið: Óhræddur við lögreglu en óttaðist að eiginkonan kæmist að kynferðisbrotunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2019 15:45 Eitt af sönnunargögnum í málinu. Svein Ludvigsen sést hér á gangi í grennd við hótel ásamt einum af mönnunum sem hann er sakaður um að hafa brotið gegn. Mynd/Lögreglan í Noregi Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn. Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, neitaði sök er réttarhöldin yfir honum vegna kynferðisbrota gegn þremur ungum hælisleitendum sem hann er sakaður um, hófust í dag. Saksóknari segir skýr sönnunargögn benda til sektar ráðherrans fyrrverandi.Ludvigsen er sakaður um að hafa misnotað vald sitt sem norskur embættismaður, lofað að veita mönnunum þremur hæli í Noregi og þvingað þá þannig til að hafa við sig samfarir. Hin meintu brot voru framin þegar Ludvigsen var fylkisstjóri Troms en hann gegndi embættinu á árunum 2006-2014. Þá er hann sagður hafa brotið á mönnunum í sumarbústað, á heimili sínu, á hótelum í Ósló og í fylkisstjórnarhúsinu í Tromsö.Saksóknarinn Tor Børge Nordmo hóf réttarhöldin með því að fara yfir þau sönnunargögn sem liggja fyrir í málinu. Vísaði hann meðal annars til gagna sem sýna að Ludvigsen tók frá herbergi 611 á hóteli í Osló. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél í grennd við hótelið sýni svo Ludvigsen í fylgd eins þeirra þriggja hælisleitenda sem hann er sakaður um að hafa brotið á.Þá sagði Nordmo að ákæruvaldið myndi leiða fram fjölmörg vitni sem myndu segja hversu oft Ludvigsen hafi heimsótt miðstöð hælisleitenda í Troms, auk þess sem að minnsta kosti eitt fórnarlamba í málinu hefði óskað eftir því að dvelja hjá Ludvigsen í fjölmörg skipti. Þá bendi ýmis rafræn gögn til sektar ráðherrans fyrrverandi, auk annarra gagna.Svein Ludvigsen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs.EPA/STIAN LYSBERG SOLUMSagði lögregluna vera sína bestu vini Eitt fórnarlambana grét í réttarsalnum er það sagði frá því hvernig Ludvigsen hafi brotið á sér. Þeir hafi hist þegar Ludvigsen heimsótti miðstöð hælisleitanda í Troms. Sagðist fórnarlambið hafa fundið fyrir miklum áhuga frá Ludvigsen sem síðar lét hann meðal annars fá síma. Nokkru síðar bauð Ludvigsen hælisleitandanum í bústaðaferð og þangað áttu þeir eftir að fara oft. Er Ludvigsen meðal annars sakaður um að hafa þvingað hælisleitendann til að hafa við sig samfarir í bústaðnum. „Ég hafði aldrei áður séð nakinn mann, ég hafði engan áhuga á þvi að gera eitthvað með öðrum manni. Það er dauðasynd samkvæmt mínum trúarbrögðum. Eftir hvert skipti sem ég hitti hann sagði ég að ég myndi aldrei hitta hann aftur. Þá sagði hann að hann myndi tryggja það að ég gæti aldrei búið í Noregi, ef ég segði einhverjum. Þannig að ég þorði ekki að gera neitt,“ sagði hælisleitandinn í réttarsalnum í dag. Þá hafi Ludvigsen lagt fyrir skýr fyrirmæli um að hælisleitandinn ætti að eyða öllum skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. „Hann athugaði þetta þegar við hittumst. Hann sagðist ekki vera hrædddur við lögregluna, þeir væru hans bestu vinir. Hann sagðist samt vera hræddur við eiginkonu sína.“ Dómsmálið heldur áfram á næstu dögun en Ludvigsen mun bera vitni á fimmtudaginn.
Noregur Tengdar fréttir Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Hneyksli skekur Noreg: Fyrrverandi ráðherra ákærður fyrir kynferðisbrot gegn hælisleitendum Saksóknari í Noregi hefur ákært Svein Ludvigsen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum hælisleitendum. 28. nóvember 2018 14:28