Segir tollaramma blendingsbíla of þröngan: Hækkar um milljón í verði vegna eins gramms Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2019 21:00 Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor. Bílar Umhverfismál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Framkvæmdastjóri bílasölu þurfti að afpanta hybrid bíla sem knúnir eru bæði með bensíni og rafmagni þar sem tollaramminn er of þröngur að hans mati. Hann segir að rýmka þurfi rammann enn frekar svo raunverulegur hvati myndist til að flytja inn rafbíla. Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla flytur inn og selur rafbíla og ýmsa blendingsbíla. Á dögunum þurfti hann þó að afpanta pöntun sem lögð hafði verið fram sökum þess að bílarnir eru einu grammi yfir viðmiðunarmörkum tollsins. „Núna voru viðmiðin hækkuð í 55 grömm sem er aðeins of þröngt. Það dugir ekki til því flestir af þessum nýju bílum sem voru að koma árið 2019 eru aðeins yfir mörkunum. Þeir eru 56, 57, 58 eða 59 grömm,“ sagði Viktor Urbancic, framkvæmdastjóri Sparíbíla. Hann segir bíl sem er grammi yfir marki hækka um rúma milljón. Það sé of hátt verð og ekki líklegt til árangurs að selja slíkan bíl. „Best væri ef að viðmiðið væri 80 grömm og neðar því nú erum við að afpanta bíla sem við vorum búin að panta sem við héldum að myndu falla í hybrid flokkinn. Núna síðast tókum við bíl heim sem er 56 grömm en viðmiðið er 55 grömm og hann hækkar um rúma milljón í verði við þetta eina gramm. Þá er bara verðið of hátt. Þá eru aðrir möguleikar eða aðrir kostir kannski skárri og ekki eins spennandi að fá sér hybrid bíl. Ég held að það sé ekki vilji stjórnvalda að hafa mörkin þannig að fólk hætti við að kaupa sér rafbíl,“ sagði Viktor. Hvað viltu sjá gert? „Ég myndi vilja sjá mörkin rýmkuð. Þegar menn eru að borga milljón í viðbót fyrir eitt gramm í útblæstri, það skemmir fyrir því sem ég hélt að væri ætlunin, að koma fólki á hybrid- eða rafmagnsbíla,“ sagði Viktor.
Bílar Umhverfismál Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira