Hafði framkvæmt snertilendingar fyrir slysið Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 13:17 Frá vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K Flugmaður flugvélarinnar, sem brotlenti skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, hafði framkvæmt snertilendingar á svæðinu skömmu fyrir slysið. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en líklegt er að vélin hafi verið að koma inn til lendingar þegar slysið varð. Þrír létust og tveir slösuðust þegar vélin skall niður skammt frá flugvellinum. Þeir sem slösuðust voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík en hinir þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Alls voru fimm um borð í flugvélinni þegar hún skall til jarðar en við það kom upp eldur í vinstri væng hennar. Eitt vitni, svo vitað sé, var að því þegar flugvélin skall niður. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu luku vettvangsrannsókn í Fljótshlíð snemma í morgun. Var flak flugvélarinnar flutt til Keflavíkur þar sem það verður rannsakað frekar að sögn Ragnars Guðmundssonar fulltrúa Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rætt hefur verið við vitni að atvikinu og aðstandendur þeirra sem voru í flugvélinni. Var viðbragðsteymi Rauða kross Íslands virkjað sem veitti fólkinu sálrænan stuðning. Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Flugmaður flugvélarinnar, sem brotlenti skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, hafði framkvæmt snertilendingar á svæðinu skömmu fyrir slysið. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en líklegt er að vélin hafi verið að koma inn til lendingar þegar slysið varð. Þrír létust og tveir slösuðust þegar vélin skall niður skammt frá flugvellinum. Þeir sem slösuðust voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík en hinir þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Alls voru fimm um borð í flugvélinni þegar hún skall til jarðar en við það kom upp eldur í vinstri væng hennar. Eitt vitni, svo vitað sé, var að því þegar flugvélin skall niður. Fulltrúar frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild Lögreglunnar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu luku vettvangsrannsókn í Fljótshlíð snemma í morgun. Var flak flugvélarinnar flutt til Keflavíkur þar sem það verður rannsakað frekar að sögn Ragnars Guðmundssonar fulltrúa Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Rætt hefur verið við vitni að atvikinu og aðstandendur þeirra sem voru í flugvélinni. Var viðbragðsteymi Rauða kross Íslands virkjað sem veitti fólkinu sálrænan stuðning.
Flugslys við Múlakot Fréttir af flugi Lögreglumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir. 10. júní 2019 11:17