Sögðu landsliðsmennirnir að þetta væri óásættanlegt og var utanríkisráðherra Tyrkja þeim sammála.
Hefur Víðir rætt við fulltrúa tyrkneska knattspyrnusambandsins sem tjáðu honum að rétt rúmar tvær klukkustundir hefðu liðið frá því vél tyrkneska landsliðsins lenti á Keflavíkurflugvelli og þar til liðið var komið á hótel í Reykjavík.
Segir Víðir að rétt rúmur klukkutími hafi liðið frá því liðið fór úr flugvélinni og þar til það var komið upp í rútuna sem flutti það til Reykjavíkur.

„Þegar við komum heim frá Tyrklandi þá fórum við í gegnum öryggisleit og vegabréfaeftirlit. Sennilega nákvæmlega eins og þeir. Eftir því sem ég best veit virðist þetta ekki hafa verið óeðlilegt,“ segir Víði.
Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins hafa brugðist ókvæða við vegna þessarar framkomu í garð leikmanna, sér í lag vegna þess að óþekktur maður ákvað að blanda sér í hóp fjölmiðlamanna og rétt þvottabursta í andlit fyrirliða liðsins, Emre Belözoğlu.
Hafa tyrknesku stuðningsmennirnir herjað á íslenska íþróttafréttamenn því stuðningsmennirnir héldu að þeir bæru ábyrgð á þvottaburstaatvikinu.
Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE
— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019
„Við höfum ekki tekið ákvörðun um neitt svoleiðis. Við erum bara með venjulegum undirbúning eins og er allavega og erum að fara að hitta fulltrúa tyrkneska sambandsins til að fara yfir málin á eftir sem er hefðbundið daginn fyrir leik og höfum ekki fengið sérstakar óskir frá þeim.“
Víðir segir 200 tyrkneska stuðningsmenn væntanlega á leikinn, sem sé svipaður fjöldi og þegar tyrkneska liðið lék síðast á Laugardalsvelli. Víðir segir 140 gæslumenn, úr björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, standa vaktina á Laugardalsvelli sem sé sami fjöldi og þegar íslenska liðið lék gegn því albanska á laugardag.