Segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2019 20:45 Formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis segir mörkin á milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja óljós þegar slys eigi sér stað. Viðhald bifreiða sé oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. Rútubílstjórinn sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember árið 2017 var á fimmtudaginn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í dómnum kemur fram að við bíltæknirannsókn kom í ljós að hemlagetu bifreiðarinnar var verulega ábótavant. Þá er það mat vitnis að viðhald bifreiðarinnar hafi verið vanrækt og hefði hún ekki átt að vera í umferð. Formaður Bifreiðarstjórafélags Sleipnis segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra annars vegar og rútufyrirtækja hins vegar þegar slys eiga sér stað. „Manni finnst að útgerðarmenn eigi að bera einhverja ábyrgð á því líka að bíllinn sé í lagi. Því þeir eru að afhenda bílinn til langferðar og það er útgerðarmannsins að sjá til þess að bíllinn séí fullkomnu lagi fyrir ferðina. Það er bílstjórans að renna yfir þau atriði sem hann getur farið yfir,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnir. Hann segir ökumenn þó ekki alltaf í stakk búna til að fara yfir öll öryggisatriði. „Þeir eru ekkert í öllum tilfellum í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði bifreiðarinnar. Það er vonlaust að gera það á útgerðarstað bifreiðarinnar þar sem hún leggur í ferð. Menn vilja auðvitað draga útgerðarmann og eigendur bifreiðarinnar til ábyrgðar í einhverjum tilfellum. Þeir eru umsjónarmenn bifreiðarinnar. Þeir eiga þessa bíla og eiga að sjá til þess að þeir séu í lagi,“ sagði Óskar Jens. Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira
Formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis segir mörkin á milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja óljós þegar slys eigi sér stað. Viðhald bifreiða sé oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. Rútubílstjórinn sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember árið 2017 var á fimmtudaginn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í dómnum kemur fram að við bíltæknirannsókn kom í ljós að hemlagetu bifreiðarinnar var verulega ábótavant. Þá er það mat vitnis að viðhald bifreiðarinnar hafi verið vanrækt og hefði hún ekki átt að vera í umferð. Formaður Bifreiðarstjórafélags Sleipnis segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra annars vegar og rútufyrirtækja hins vegar þegar slys eiga sér stað. „Manni finnst að útgerðarmenn eigi að bera einhverja ábyrgð á því líka að bíllinn sé í lagi. Því þeir eru að afhenda bílinn til langferðar og það er útgerðarmannsins að sjá til þess að bíllinn séí fullkomnu lagi fyrir ferðina. Það er bílstjórans að renna yfir þau atriði sem hann getur farið yfir,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnir. Hann segir ökumenn þó ekki alltaf í stakk búna til að fara yfir öll öryggisatriði. „Þeir eru ekkert í öllum tilfellum í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði bifreiðarinnar. Það er vonlaust að gera það á útgerðarstað bifreiðarinnar þar sem hún leggur í ferð. Menn vilja auðvitað draga útgerðarmann og eigendur bifreiðarinnar til ábyrgðar í einhverjum tilfellum. Þeir eru umsjónarmenn bifreiðarinnar. Þeir eiga þessa bíla og eiga að sjá til þess að þeir séu í lagi,“ sagði Óskar Jens.
Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Sjá meira