Nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi Sylvía Hall skrifar 28. júní 2019 19:30 Heather Heyer lést þegar hún mótmælti samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville. Vísir/Getty Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. BBC greinir frá. Í ágúst árið 2017 keyrði hann bíl inn í hóp mótmælenda sem mótmæltu samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville með þeim afleiðingum að hin 32 ára gamla Heather Heyer lést. Saksóknarar í málinu sögðu hann hafa farið að mótmælunum með það í huga að „meiða aðra“ en hann var tvítugur þegar árásin átti sér stað en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins.Sjá einnig: Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Fields hafði lýst yfir stuðningi við Adolf Hitler og stjórnmál hans í Þýskalandi nasismans, þar á meðal helförina. Minna en mánuði fyrir árásina birti hann mynd á Instagram-síðu sinni sem sýndi bíl keyra inn í hóp fólks og skrifaði hann við hana: „Þið hafið rétt á að mótmæla en ég er seinn í vinnuna“. Eftir árásina gagnrýndi hann móður fórnarlambsins í símtali úr fangelsi og sagði hana vera kommúnista og frjálshyggjumanneskju sem væri á móti hvítum. Hún væri jafnframt „óvinurinn“. Fields játaði 29 af þeim 30 hatursglæpum sem hann var ákærður fyrir gegn því að saksóknarar fóru ekki fram á dauðarefsingu. Lögfræðingar hans fóru fram á vægari dóm vegna aldurs hans, erfiðrar æsku og geðrænna vandamála. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Aðdáandi Hitlers bað dómara um miskunn Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm. 23. júní 2019 19:23 Charlottesville-morðinginn játar sig sekan um hatursglæpi Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Móðir konunnar sem hann drap segist sátt við þá ákvörðun. 28. mars 2019 13:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. BBC greinir frá. Í ágúst árið 2017 keyrði hann bíl inn í hóp mótmælenda sem mótmæltu samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville með þeim afleiðingum að hin 32 ára gamla Heather Heyer lést. Saksóknarar í málinu sögðu hann hafa farið að mótmælunum með það í huga að „meiða aðra“ en hann var tvítugur þegar árásin átti sér stað en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins.Sjá einnig: Morðinginn í Charlottesville dæmdur í lífstíðarfangelsi Fields hafði lýst yfir stuðningi við Adolf Hitler og stjórnmál hans í Þýskalandi nasismans, þar á meðal helförina. Minna en mánuði fyrir árásina birti hann mynd á Instagram-síðu sinni sem sýndi bíl keyra inn í hóp fólks og skrifaði hann við hana: „Þið hafið rétt á að mótmæla en ég er seinn í vinnuna“. Eftir árásina gagnrýndi hann móður fórnarlambsins í símtali úr fangelsi og sagði hana vera kommúnista og frjálshyggjumanneskju sem væri á móti hvítum. Hún væri jafnframt „óvinurinn“. Fields játaði 29 af þeim 30 hatursglæpum sem hann var ákærður fyrir gegn því að saksóknarar fóru ekki fram á dauðarefsingu. Lögfræðingar hans fóru fram á vægari dóm vegna aldurs hans, erfiðrar æsku og geðrænna vandamála.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Aðdáandi Hitlers bað dómara um miskunn Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm. 23. júní 2019 19:23 Charlottesville-morðinginn játar sig sekan um hatursglæpi Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Móðir konunnar sem hann drap segist sátt við þá ákvörðun. 28. mars 2019 13:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Aðdáandi Hitlers bað dómara um miskunn Maður sem ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda, sem mótmæltu fjöldafundi hvítra þjóðernissinna, í Charlottesville í Virginíu fyrir tveimur árum og drap einn einstakling ásamt því að særa fleiri, hefur beðið dómara að sýna sér miskunn og gefa sér styttri fangelsisvist en lífstíðardóm. 23. júní 2019 19:23
Charlottesville-morðinginn játar sig sekan um hatursglæpi Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en sleppur við dauðarefsingu. Móðir konunnar sem hann drap segist sátt við þá ákvörðun. 28. mars 2019 13:51