Bjarni og Ásdís Kristjánsdóttir bjóða til veislu af þessu tilefni við verrslunina sem stendur við Aðalgötu 22 á Króknum og verður kátt í bæ frá klukkan 13 til 16. Í boði verður skagfiskur tónlistarflutningur undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar og þá verða veitingar í boði og flutt ávörp.
„En umfram allt, góðra vina fundur þar sem við eigum saman notalega stund, undir skagfiskum bláhimni, á kunnuglegum slóðum við verslunina, sem verður opin á meðan á hátíðarhöldunum stendur,“ segir Bjarni.
Allar gjafir eru afþakkaðar en Ásdís og Bjarni hvetja fólk til að styðja við Sauðárkrókskirkju vilji það láta eitthvað af hendi rakna.