Tilkynning um slysið barst lögreglunni á Vestfjörðum rétt fyrir klukkan sex síðdegis í gær. Tildrög slyssins eru ókunn og hefur lögreglan málið til rannsóknar með aðstoð Rannsóknarnefndar samgönguslysa og Vinnueftirlitsins.
Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu.
