Brynjar sendir Töru tóninn: „Þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess“ Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 13:05 Brynjar Níelsson segir þau hjá Landlækni skattafíkla og umræða um sykurskattinn hafi ekkert með útlit feitra að gera. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þeim hjá Samtökum um líkamsvirðingu að umræðan um sykurskattinn hafi ekkert með útlit þeirra að gera. Þá segir hann þau hjá Landlækni skattafíkla. Þetta gerir hann í pistli sem hann birti nýverið á Facebooksíðu sinni. Heit umræða geisar nú um sykurskattinn fyrirhugaða. Vísir hefur rætt málið við Brynjar sem segir það mál aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki víst að málinu ljúki þar því þó ágreiningur sé milli stjórnarliðsins þá megi alltaf finna annað skip, og annað föruneyti – annan meirihluta. Í gær bar það svo til tíðinda að Samtök um líkamsvirðingu, hvar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður, sendi frá sér harorða yfirlýsingu þar sem Svandís Svavarsdóttir var meðal annars sökuð um að kynda bál fitufordóma með ummælum sínum í tengslum við málið.Sykurskatturinn galinn að mati Brynjars „Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar,“ segir Brynjar í pistli sínum. Þingmaðurinn er rétt að hita upp. „Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“ Engir fordómar gegn feitu fólki Brynjar segir sykur ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna, að sögn Brynjars. „Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“ Brynjar segir því ekki að neita að offita sé stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. „Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“ Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þeim hjá Samtökum um líkamsvirðingu að umræðan um sykurskattinn hafi ekkert með útlit þeirra að gera. Þá segir hann þau hjá Landlækni skattafíkla. Þetta gerir hann í pistli sem hann birti nýverið á Facebooksíðu sinni. Heit umræða geisar nú um sykurskattinn fyrirhugaða. Vísir hefur rætt málið við Brynjar sem segir það mál aldrei fara í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki víst að málinu ljúki þar því þó ágreiningur sé milli stjórnarliðsins þá megi alltaf finna annað skip, og annað föruneyti – annan meirihluta. Í gær bar það svo til tíðinda að Samtök um líkamsvirðingu, hvar Tara Margrét Vilhjálmsdóttir er formaður, sendi frá sér harorða yfirlýsingu þar sem Svandís Svavarsdóttir var meðal annars sökuð um að kynda bál fitufordóma með ummælum sínum í tengslum við málið.Sykurskatturinn galinn að mati Brynjars „Sérstakur sykurskattur er í eðli sínu galinn, jafnvel þó hann væri eingöngu hugsaður sem tekjuöflun ríkissjóðs. Hærri og íþyngjandi skattar hafa ekki leitt til betri heilsu nokkurs manns. Sennilega leiðir það til hins gagnstæða, að minnsta kosti hvað andlega heilsu varðar,“ segir Brynjar í pistli sínum. Þingmaðurinn er rétt að hita upp. „Í gamla daga, þegar ég var ungur, voru áfengis- og tóbaksgjöld hækkuð mjög reglulega og langt umfram verðþróun. Hafði það engin áhrif á neysluna en leiddi til aukins smygls þegar verst lét. Þjóðin þambar áfengi sem aldrei fyrr þrátt fyrir heimsmet í skattlagningu en tóbaksneysla hefur breyst, sem hefur ekkert með skattlagninguna að gera.“ Engir fordómar gegn feitu fólki Brynjar segir sykur ekki nýtt fyrirbæri sem hefur gert okkur feit á skömmum tíma. Við erum feitari nú en áður vegna þess að étum meira og hreyfum okkur minna, að sögn Brynjars. „Þetta vita skattafíklarnir hjá Landlækni. Má ekki ætla að þjóð sem glímir við meira þunglyndi, depurð og kvíða en aðrar þjóðir verði feitari en gengur og gerist? Það er nú talsverð huggun i mat og drykk.“ Brynjar segir því ekki að neita að offita sé stórkostleg heilsuvá og ekkert óeðlilegt við að menn leiti allra ráða til að spyrna við fæti. „Í þeirri viðleitni felst engin óvirðing eða fordómar gegn feitu fólki. Vill einhver segja þessum félagsskap um líkamsvirðingu að þessi umræða snýst um heilsu fólks en ekki útlit þess.“
Alþingi Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02 Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15 Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Alltaf verið að skattleggja okkur vegna óhófs annarra“ Brynjar Níelsson segir að sykurskattur fari aldrei í gegnum þingflokk Sjálfstæðisflokksins. 26. júní 2019 11:02
Telja Svandísi kynda undir bál fitufordóma Samtök um líkamsvirðingu ósátt við það í hvaða átt umræðan um sykurskatt er að þróast. 26. júní 2019 16:15
Vilja háan sykurskatt og lækka verð á hollustu Lagt er til að hækka verð á sykruðum og sykurlausum gosdrykkjum og sælgæti um hið minnsta 20 prósent í nýrri aðgerðaáætlun gegn sykurneyslu Íslendinga. 23. júní 2019 18:30