Merkel fékk fyrra skjálftakastið á fundi með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu í Berlín í síðustu viku. Þá vöknuðu strax áhyggjur af heilsufari kanslarans, og þeirra gætir aftur í kjölfar seinna skjálftakastsins nú.
Í myndbandi sem fréttaveitan Reuters birti í morgun má sjá Merkel við hlið Frank Walter Steinmeier forseta Þýskalands þar sem þau kynntu nýjan dómsmálaráðherra, Christine Lambrecht, við hátíðlega athöfn.
Merkel skelfur greinilega og heldur handleggjunum þétt að sér, að því er virðist til að hafa hemil á skjálftanum.
Germany's Merkel seen shaking for second time this month. More here: https://t.co/7XidSxNHtk pic.twitter.com/3NS3CxIloq
— Reuters Top News (@Reuters) June 27, 2019
Þess ber að geta að afar heitt er í Berlín um þessar mundir en methitabylgja gengur nú yfir Evrópu.