Á fullum launum hjá borginni grunaður um endurtekin brot gegn börnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2019 12:15 Sálfræðingurinn er til rannsóknar grunaður um að hafa brotið á dreng á fermingaraldri fyrir yfir áratug,. Vísir/Vilhelm Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. Drengurinn var skjólstæðingur sálfræðingsins. Málið var kært til lögreglu árið 2014 en leiddi ekki til ákæru. Sálfræðingurinn hefur starfað með börnum og unglingum í áratugi. Meðal annars sem meðferðarfulltrúi og fræðslustjóri í stóru sveitarfélagi. Hann upplýsti ekki um áratuga gamla kæru á hendur sér fyrir að nauðga drengnum þegar hann réð sig til Reykjavíkurborgar í ágúst 2017. Í framhaldi af því að hann var kærður fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni í desember 2017 var hann færður til í starfi. Nokkrum vikum síðar, eftir að kæran hafði verið skoðuð og yfirmönnum á velferðarsviði bárust upplýsingar um fyrri kæruna á hendur honum, var hann sendur í leyfi. Ekki var þó gengið frá ráðningarlokum við hann fyrr en nú í maí eða sextán mánuðum eftir að hann var sendur í leyfi. Hann hefur verið á fullum launum allan þann tíma að því er fram kemur í svari velferðarsviðs borgarinnar við fyrirspurn Vísis.Ný sakargögn Drengurinn, sem er um þrítugt í dag, segir sálfræðinginn hafa nauðgað sér þegar hann var í sálfræðimeðferð hjá honum í 8. bekk, fyrir endurupptöku máls síns bar loks árangur í september síðastliðnum. Þá ákvað ríkissaksóknari að taka málið upp að nýju og senda það í rannsókn hjá lögreglu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins. Ríkissaksóknari taldi málið á sínum tíma ekki líklegt til sakfellingar og var það því fellt niður. Endurupptakan er á grundvelli þriðju málsgreinar 57. greinar laga um meðferð sakamála. Þar segir að ekki eigi að endurupptaka mál nema ný sakargögn komi fram eða líkur á að þau komi fram. Sakargögn geta verið ýmis konar nýjar upplýsingar svo sem framburður vitna. Ungi maðurinn tjáði Vísi í viðtali í fyrra að honum þætti erfiðast að hugsa til þess að ef kæra hans hefði leitt til ákæru þá hefði sálfræðingurinn kannski aldrei náð að brjóta á öðru barni.Kók og prins póló Það var í október 2014 sem karlmaðurinn lagði fram kæru á hendur sálfræðingnum fyrir nauðgun um áratug fyrr. Málið var rannsakað með hliðsjón af 1. mgr. 202. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum. Drengurinn er greindur með einhverfu og var lagður í einelti í grunnskóla. Af þeim sökum var hann látinn hitta skólasálfræðing. Í gögnum málsins kemur fram að ungi maðurinn hafi tjáð lögreglu að sálfræðingurinn hefði nauðgað honum alls þrisvar, á sennilega þriggja mánaða tímabili og alltaf á skrifstofu skólasálfræðingsins. Í lok sálfræðitíma hafi hann hrósað honum og gefið honum kók og prins póló. Kærandinn segir að sálfræðingurinn hafi sagt að þetta ætti að vera þeirra leyndarmál. Einnig að ef hann segði frá myndi enginn trúa honum og hann yrði bara lagður inn á geðdeild.Íhugaði oft sjálfvíg Ungi maðurinn lýsti því í samtali við Vísi í fyrra hvernig honum hafi fundist hann deyja að innan í þessum tímum. Hann hafi skammast sín og fundist hann eiga þetta skilið þar sem hann hafi ekki reynt að streitast á móti. Eftir þetta hafi hann oft íhugað sjálfsvíg. Hann hefur síðan þá leitað til fjölda sálfræðinga og einnig fengið aðstoð frá Stígamótum. Segir hann þetta hafa haft áhrif á sjálfsmynd, kynlíf, samskipti hans og traust til annarra. Hann hafi aldrei verið í sambandi, ekki fundist hann sjálfur þess virði. Sálfræðingurinn hefur alla tíð neitað sök og gerði enn þegar Vísir hafði samband við hann. Hann vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í fyrra. Ungi maðurinn hringdi nokkur símtöl til sálfræðingsins í aðdraganda þess að hann lagði fram kæruna. Sálfræðingurinn tilkynnti þau til lögreglu og sagði unga manninn í ójafnvægi. Ungi maðurinn tjáði Vísi að hann hefði hringt í manninn uppfullur af reiði eftir kynferðisbrotin.Konum ekki sagt óhætt í ráðgjöf hjá honum Sálfræðingurinn sendi tölvupóst á starfsmenn sveitafélagsins sem hann starfaði hjá árið 2010 þar sem hann varaði við gróusögum þess efnis að konum væri ekki óhætt í ráðgjöf hjá honum þar sem hann leitaði á þær. Vísir hefur bréfið undir höndum en það er frá lokum sumars 2010. Þar segir sálfræðingurinn meðal annars að einstaklingur hafi sent fólkinu í kringum hann tölvupósta og SMS með ljótum sögum og einnig rætt það í eigin persónu við einhverja aðila. Í póstinum segir sálfræðingurinn söguna vera fjarstæðu. Aðili sem starfaði með manninum á sínum tíma tjáði Vísi að flestir hefðu talið að gróusögurnar sneru að því hve kvensamur sálfræðingurinn væri.Breytt ráðningarferli hjá velferðarsviði Sálfræðingurinn starfaði á deild hjá Reykjavíkurborg sem sá meðal annars um ráðgjöf til leik- og grunnskóla. Eftir að sálfræðingurinn var sendur í leyfi frá störfum sínum hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar í fyrra var gerð ítarleg athugun á verkefnum sálfræðingsins til að tryggja að hann hefði ekki farið út fyrir starfsskyldur sínar og verið einn með börnum. „Niðurstaða athugunarinnar var að í einu tilviki hafi viðkomandi verið einn með barni í fimmtán mínútna viðtali. Samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni hafa engar athugasemdir né kvartanir borist um störf mannsins hjá velferðarsviði en rétt er að geta þess að hann gegndi því starfi sem hann var ráðinn til einungis í fjóra mánuði,“ sagði í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg. Í framhaldinu var gerð breyting á ráðningarferli á velferðarsviði þar sem ákveðið var að óska eftir upplýsingum úr sakaskrá hjá þeim sem starfa á heimilum og dagþjónustu fyrir fatlað fólk eða í úrræðum á vegum Barnaverndar og þeim sem starfa við stuðningsþjónustu. Áður hafði verið gerð krafa um hreint sakavottorð.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Kanna hvort maðurinn hafi verið einn með börnum í starfi Velferðarsvið Reykjavíkurborgar skoðar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Ráðgjafi hjá sviðinu var kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í desember og hafði áður verið kærður. 21. febrúar 2018 11:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Sálfræðingur sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi á dögunum fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrverandi sjúpdóttur sinni er til rannsóknar hjá lögreglunni á Ísafirði grunaður um að hafa nauðgað dreng í áttunda bekk. Drengurinn var skjólstæðingur sálfræðingsins. Málið var kært til lögreglu árið 2014 en leiddi ekki til ákæru. Sálfræðingurinn hefur starfað með börnum og unglingum í áratugi. Meðal annars sem meðferðarfulltrúi og fræðslustjóri í stóru sveitarfélagi. Hann upplýsti ekki um áratuga gamla kæru á hendur sér fyrir að nauðga drengnum þegar hann réð sig til Reykjavíkurborgar í ágúst 2017. Í framhaldi af því að hann var kærður fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni í desember 2017 var hann færður til í starfi. Nokkrum vikum síðar, eftir að kæran hafði verið skoðuð og yfirmönnum á velferðarsviði bárust upplýsingar um fyrri kæruna á hendur honum, var hann sendur í leyfi. Ekki var þó gengið frá ráðningarlokum við hann fyrr en nú í maí eða sextán mánuðum eftir að hann var sendur í leyfi. Hann hefur verið á fullum launum allan þann tíma að því er fram kemur í svari velferðarsviðs borgarinnar við fyrirspurn Vísis.Ný sakargögn Drengurinn, sem er um þrítugt í dag, segir sálfræðinginn hafa nauðgað sér þegar hann var í sálfræðimeðferð hjá honum í 8. bekk, fyrir endurupptöku máls síns bar loks árangur í september síðastliðnum. Þá ákvað ríkissaksóknari að taka málið upp að nýju og senda það í rannsókn hjá lögreglu. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins. Ríkissaksóknari taldi málið á sínum tíma ekki líklegt til sakfellingar og var það því fellt niður. Endurupptakan er á grundvelli þriðju málsgreinar 57. greinar laga um meðferð sakamála. Þar segir að ekki eigi að endurupptaka mál nema ný sakargögn komi fram eða líkur á að þau komi fram. Sakargögn geta verið ýmis konar nýjar upplýsingar svo sem framburður vitna. Ungi maðurinn tjáði Vísi í viðtali í fyrra að honum þætti erfiðast að hugsa til þess að ef kæra hans hefði leitt til ákæru þá hefði sálfræðingurinn kannski aldrei náð að brjóta á öðru barni.Kók og prins póló Það var í október 2014 sem karlmaðurinn lagði fram kæru á hendur sálfræðingnum fyrir nauðgun um áratug fyrr. Málið var rannsakað með hliðsjón af 1. mgr. 202. gr. hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um kynferðisbrot gegn börnum. Drengurinn er greindur með einhverfu og var lagður í einelti í grunnskóla. Af þeim sökum var hann látinn hitta skólasálfræðing. Í gögnum málsins kemur fram að ungi maðurinn hafi tjáð lögreglu að sálfræðingurinn hefði nauðgað honum alls þrisvar, á sennilega þriggja mánaða tímabili og alltaf á skrifstofu skólasálfræðingsins. Í lok sálfræðitíma hafi hann hrósað honum og gefið honum kók og prins póló. Kærandinn segir að sálfræðingurinn hafi sagt að þetta ætti að vera þeirra leyndarmál. Einnig að ef hann segði frá myndi enginn trúa honum og hann yrði bara lagður inn á geðdeild.Íhugaði oft sjálfvíg Ungi maðurinn lýsti því í samtali við Vísi í fyrra hvernig honum hafi fundist hann deyja að innan í þessum tímum. Hann hafi skammast sín og fundist hann eiga þetta skilið þar sem hann hafi ekki reynt að streitast á móti. Eftir þetta hafi hann oft íhugað sjálfsvíg. Hann hefur síðan þá leitað til fjölda sálfræðinga og einnig fengið aðstoð frá Stígamótum. Segir hann þetta hafa haft áhrif á sjálfsmynd, kynlíf, samskipti hans og traust til annarra. Hann hafi aldrei verið í sambandi, ekki fundist hann sjálfur þess virði. Sálfræðingurinn hefur alla tíð neitað sök og gerði enn þegar Vísir hafði samband við hann. Hann vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við Vísi í fyrra. Ungi maðurinn hringdi nokkur símtöl til sálfræðingsins í aðdraganda þess að hann lagði fram kæruna. Sálfræðingurinn tilkynnti þau til lögreglu og sagði unga manninn í ójafnvægi. Ungi maðurinn tjáði Vísi að hann hefði hringt í manninn uppfullur af reiði eftir kynferðisbrotin.Konum ekki sagt óhætt í ráðgjöf hjá honum Sálfræðingurinn sendi tölvupóst á starfsmenn sveitafélagsins sem hann starfaði hjá árið 2010 þar sem hann varaði við gróusögum þess efnis að konum væri ekki óhætt í ráðgjöf hjá honum þar sem hann leitaði á þær. Vísir hefur bréfið undir höndum en það er frá lokum sumars 2010. Þar segir sálfræðingurinn meðal annars að einstaklingur hafi sent fólkinu í kringum hann tölvupósta og SMS með ljótum sögum og einnig rætt það í eigin persónu við einhverja aðila. Í póstinum segir sálfræðingurinn söguna vera fjarstæðu. Aðili sem starfaði með manninum á sínum tíma tjáði Vísi að flestir hefðu talið að gróusögurnar sneru að því hve kvensamur sálfræðingurinn væri.Breytt ráðningarferli hjá velferðarsviði Sálfræðingurinn starfaði á deild hjá Reykjavíkurborg sem sá meðal annars um ráðgjöf til leik- og grunnskóla. Eftir að sálfræðingurinn var sendur í leyfi frá störfum sínum hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar í fyrra var gerð ítarleg athugun á verkefnum sálfræðingsins til að tryggja að hann hefði ekki farið út fyrir starfsskyldur sínar og verið einn með börnum. „Niðurstaða athugunarinnar var að í einu tilviki hafi viðkomandi verið einn með barni í fimmtán mínútna viðtali. Samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni hafa engar athugasemdir né kvartanir borist um störf mannsins hjá velferðarsviði en rétt er að geta þess að hann gegndi því starfi sem hann var ráðinn til einungis í fjóra mánuði,“ sagði í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg. Í framhaldinu var gerð breyting á ráðningarferli á velferðarsviði þar sem ákveðið var að óska eftir upplýsingum úr sakaskrá hjá þeim sem starfa á heimilum og dagþjónustu fyrir fatlað fólk eða í úrræðum á vegum Barnaverndar og þeim sem starfa við stuðningsþjónustu. Áður hafði verið gerð krafa um hreint sakavottorð.Veistu meira um málið? Hafðu samband við kolbeinntumi(hja)stod2.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Kanna hvort maðurinn hafi verið einn með börnum í starfi Velferðarsvið Reykjavíkurborgar skoðar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Ráðgjafi hjá sviðinu var kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í desember og hafði áður verið kærður. 21. febrúar 2018 11:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar nauðgaði fyrrum stjúpdóttur sinni Fyrrverandi starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, karlmaður á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum stjúpdóttur sinni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. 26. júní 2019 15:00
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30
Kanna hvort maðurinn hafi verið einn með börnum í starfi Velferðarsvið Reykjavíkurborgar skoðar hvort afla eigi vottorða úr sakaskrá við ráðningar í öll störf á sviðinu. Ráðgjafi hjá sviðinu var kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í desember og hafði áður verið kærður. 21. febrúar 2018 11:42