Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júní 2019 12:15 Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Vísir/Bjarni/Vilhelm Í vor tóku fréttir að spyrjast út af tengslum Ísaks Ernis Kristinssonar, stjórnarformanns Kadeco, og Margrétar Bjarnadóttur, kokkanema og dóttur fjármálaráðherra. Sambandið vakti athygli ekki síst vegna þess að fjármálaráðherra skipaði Ísak Erni í stjórn Kadeco fyrir tæpu ári síðan. Í gær greindi fréttastofa frá því að viljayfirlýsing var undirrituð í gær af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.Sjá nánar: Fjárfest fyrir milljarða á svæði við KeflavíkurflugvöllFyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Í gær sagði Ísak í viðtali við fréttastofu að hugmyndin væri sú að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll. Vinna undanfarinna ára byggði á hugmyndafræði John D. Kasarda um „Aerotropolis“ eða borgir sem hannaðar eru í kringum flugvelli. Þegar fréttastofa hafði samband við Ísak Erni og spurði nánar út í tengslin sagðist hann ekki hafa mikinn áhuga á að ræða sín persónulegu mál í fjölmiðlum. Hann bæri aftur á móti virðingu fyrir umræðunni og skildi hvers vegna hún ætti sér stað. Ísaki Erni finnst aftur á móti mikilvægt að halda því til haga að fjármálaráðherra hafi skipað hann stjórnarformann Kadeco mörgum mánuðum áður en hann tók saman við Margréti. Hann hafi raunar ekki þekkt hana á þeim tímapunkti sem hann var skipaður stjórnarformaður. Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Hann segir að tengslin muni ekki hafa nein áhrif á störf hans.Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili. Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49 Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Í vor tóku fréttir að spyrjast út af tengslum Ísaks Ernis Kristinssonar, stjórnarformanns Kadeco, og Margrétar Bjarnadóttur, kokkanema og dóttur fjármálaráðherra. Sambandið vakti athygli ekki síst vegna þess að fjármálaráðherra skipaði Ísak Erni í stjórn Kadeco fyrir tæpu ári síðan. Í gær greindi fréttastofa frá því að viljayfirlýsing var undirrituð í gær af fjármálaráðherra, fulltrúum Isavia og sveitarfélaganna tveggja á svæðinu, Reykjanesbæjar og hins nýja Suðurnesjabæjar, sem er sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.Sjá nánar: Fjárfest fyrir milljarða á svæði við KeflavíkurflugvöllFyrirtæki hafa fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll sem verður skipulagt frekar á næstunni. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki. Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. Í gær sagði Ísak í viðtali við fréttastofu að hugmyndin væri sú að þróa viðskiptagarðinn allt í kringum Keflavíkurflugvöll. Vinna undanfarinna ára byggði á hugmyndafræði John D. Kasarda um „Aerotropolis“ eða borgir sem hannaðar eru í kringum flugvelli. Þegar fréttastofa hafði samband við Ísak Erni og spurði nánar út í tengslin sagðist hann ekki hafa mikinn áhuga á að ræða sín persónulegu mál í fjölmiðlum. Hann bæri aftur á móti virðingu fyrir umræðunni og skildi hvers vegna hún ætti sér stað. Ísaki Erni finnst aftur á móti mikilvægt að halda því til haga að fjármálaráðherra hafi skipað hann stjórnarformann Kadeco mörgum mánuðum áður en hann tók saman við Margréti. Hann hafi raunar ekki þekkt hana á þeim tímapunkti sem hann var skipaður stjórnarformaður. Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. Hann segir að tengslin muni ekki hafa nein áhrif á störf hans.Ísak hefur verið virkur í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins frá sextán ára aldri þar sem hann hefur meðal annars verið formaður Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, og átt sæti í stjórn SUS. Þá var hann varabæjarfulltrúi hjá flokknum í Reykjanesbæ á nýloknu kjörtímabili.
Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49 Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15 Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Fjárfest fyrir milljarða á svæði við Keflavíkurflugvöll Svæðið er um sextíu ferkílómetrar að stærð. 26. júní 2019 21:49
Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco Körfuboltadómari og flugþjónn hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. 2. júlí 2018 11:15
Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30