Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 12:06 E. Jean Carroll segir að Trump hafi þröngvað sér upp á sig í fataklefa í stórverslun í New York um miðjan tíunda áratuginn. AP/Craig Ruttle Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17
Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02