Segir að stjörnuleikmenn Barcelona hafi mætt fullir á æfingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:00 Ronaldinho og Deco unnu Meistaradeildina með Barcelona. Getty/Laurence Griffiths Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu. Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu.
Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira