Segir að stjörnuleikmenn Barcelona hafi mætt fullir á æfingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:00 Ronaldinho og Deco unnu Meistaradeildina með Barcelona. Getty/Laurence Griffiths Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu. Spænski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira
Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu.
Spænski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira