Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 23:18 Hér sést skipið, Sea-Watch 3, sigla til hafnar í Sikileyjum eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks í apríl 2018. Getty/Vísir Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Björgunarskip sem hafði innbyrðis flóttafólk sem bjargað hafði verið í Miðjarðarhafinu kom að bryggju á ítölsku eyjunni Lampedusa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli ítalskra stjórnvalda um að halda sig frá landhelgi Ítalíu. Samkvæmt skipstjóra björgunarskipsins komu lögreglumenn um borð í bátinn til þess að varna því að flóttafólkið stigi fæti úr bátnum. „Ég veit að þetta er áhættusamt, en flóttafólkið er uppgefið. Ég mun koma þeim í öruggt skjól,“ sagði Carola Rackete skipstjóri. Starfandi forsætisráðherra Ítalíu virtist þó ekki hafa sömu hugmyndir og skipstjórinn en hann lýsti því yfir að flóttafólkinu yrði meinað að stíga frá borði og á ítalska grundu. „Innflutningur fólks á ekki að vera í höndum skipa [áhafna skipa] sem taka lögin í sínar hendur,“ ritaði Salvini á Facebook-síðu sína fyrr í dag. Hann sagðist þá hafa komið á framfæri opinberum mótmælum við hollensk yfirvöld vegna málsins, en björgunarskipið er með skráða heimahöfn í Hollandi og siglir undir merkjum þýska góðgerðarfélagsins Sea-Watch. Ítölsk yfirvöld höfðu áður hótað að sekta skipið vegna ferða til og frá Lampedusa, sem er syðsta eyja Ítalíu. Forstjóri Sea-Watch, Johannes Bayer, segir skipstjóra skipsins ekki hafa átt annarra kosta völ en að setja stefnuna á Lampedusa eftir að hafa bjargað tugum flóttafólks af litlum gúmmíbát á Miðjarðarhafinu fyrr í þessum mánuði. „Við siglum inn í Ítalska landhelgi þar sem við höfðum engan annan valkost til þess að tryggja öryggi gesta okkar, hvers grunnmannréttindi hafa verið brotin nógu lengi.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira