Undanfarin ár hafa þeir félagar gert myndband í júní þar sem gríðarstór vatnsblaðra kemur fyrir á einhvern hátt. Í þetta sinn breyttu þeir þó örlítið til og skoraði Gavin á Daniel að fara inn í vatnsblöðruna og sprengja hana innan frá.
Vissulega hafa þeir gert slíkt áður en í þetta sinn ákvaðu þeir að mynda hvað gerist innan frá á miklum hraða og í hárri upplausn.
Daniel kom sér fyrir inn í vatnsblöðrunni, þeir fylltu hana af vatni og Gavin mundaði myndavélina. Það tók þá félaga nokkrar tilraunir til þess að ná hinni fullkomnu mynd en það verður að segjast að útkoman er nokkuð góð.