Innslagið er ádeila enda er Schwarzenegger frekar illa dulbúinn í myndbandinu. Sem merki um það fór fyrsti viðskiptavinurinn að skellihlæja þegar hann sá Schwarzenegger koma aðvífandi í dulbúningi.
En líkt og sjá má í myndbandinu virðist fjöldi viðskiptavina ekki hafa áttað sig á því að þau væru að skipta við Schwarzenegger í dulargervi. Sjá má hvernig nokkrir þeirra verða pirraðri og pirraðri á því að Schwarzenegger reyni að selja þeim bensínbíla þegar ætlunin hafi verið að skoða rafbíla.
„Get ég fengið sölustjórann hingað,“ segja eldri hjón sem virðast hafa enga þolinmæði fyrir látunum í Schwarzenegger en myndbandið allt má sjá hér að neðan.