Talsverð fjölgun er á umsóknum um háskólanám, en tæplega 16 þúsund umsóknir bárust háskólunum í ár. Háskóla Íslands bárust tæplega 9.000 umsóknir til grunn- og framhaldsnáms og er það 13 prósent fjölgun. Þar af eru 1.200 erlendar. Aðsókn í kennaranám og í hjúkrunarfræði eykst töluvert milli ára. Listaháskóli Íslands fékk 726 umsóknir í ár og komust 242 inn.
Allt að 2.150 umsóknir bárust Háskólanum á Akureyri. Þar er mikil aðsókn í hjúkrunarfræði, sagnfræði og lögreglufræði. Háskólinn hefur orðið að taka upp strangari aðgangsskilyrði síðustu ár.
Um 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10 prósent fjölgun á umsóknum milli ára. Háskólanum á Bifröst hefur borist á sjötta hundrað umsóknir, þar er enn tekið við umsóknum til vikuloka. Háskólinn á Hólum hefur ekki birt heildartölur.
16 þúsund vilja í háskólanám
Ari Brynjólfsson skrifar
