Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Sylvía Hall skrifar 25. júní 2019 17:58 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. Fjölskylda Jóns Þrastar hefur ekki gefið upp alla von og biðlar til almennings um upplýsingar. Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, og Daníel Örn Wiium yngri bróðir hans, voru viðmælendur í þættinum Crimecall í gærkvöldi. Þau segja undanfarna mánuði hafa verið erfiða en halda enn í vonina um að hann finnist. „Þetta er ekki Jóni líkt, hann hverfur ekki og fer eitthvert án þess að láta mig vita,“ sagði Jana. Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar en frekari upplýsingar hafa ekki komið fram. Þau biðla því enn og aftur til almennings í von um að einhver stígi fram með upplýsingar um hvar Jón Þröstur gæti verið. „Ég veit ekki hvað kom fyrir bróður minn, þetta er óskiljanlegt. En einhver sá eitthvað, hann gekk fram hjá fullt af fólki,“ sagði Daníel Örn.Börnin sakna föður síns Jana segist reyna að vera eins sterk og hún getur fyrir börnin þeirra. Þetta hafi verið erfiður tími og börnin sakni föður síns óheyrilega mikið og gráti á nóttunni. „Þeim líður svo illa,“ sagði Jana og biðlaði til áhorfenda að hringja í lögregluna ef þau byggju yfir einhverjum upplýsingum. Daníel Örn sagði fjölskylduna vona að nýjar upplýsingar kæmu fram, það myndi skipta sköpum fyrir þau að vita hvort hann sé yfirhöfuð á lífi. „Það myndi skipta öllu máli að vita hvort hann sé á lífi eða ekki. Að vita hvar hann er, koma honum heim, nær öðrum fjölskyldumeðlimum. Fólk gæti byrjað að lifa lífinu aftur,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við ættingja Jóns Þrastar.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. 17. apríl 2019 15:01
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53