Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki er talið að jarðskjálftinn valdi flóðbylgju, samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Ástralíu.
Ekki er talið að jarðskjálftinn valdi flóðbylgju, samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu Ástralíu. Mynd/Ástralska veðurstofan
Jarðskjálfti, 7,3 að stærð, varð í Bandahafi í austurhluta Indónesíu í nótt samkvæmt Bandarísku jarðvísindastofnuninni. Jarðskjálftinn átti upptök sín á um 208 kílómetra dýpi suður af Ambon-eyju um hádegi að staðartíma og fannst hann meðal annars í Ástralíu.

Byggingar voru m.a. rýmdar í borginni Darwin á norðausturströnd Ástralíu, sem er í um 700 kílómetra fjarlægð frá skjálftamiðjunni.

Hrina skjálfta hefur gengið yfir Indónesíu í nótt, samtals níu talsins, en skjálftinn upp á 7,3 var sá allra stærsti. Ekki er búist við því að skjálftinn valdi flóðbylgju.

Allir skjálftarnir mældust í hinum svokallaða eldhring, skeifulaga belti umhverfis Kyrrahafið þar sem er mikil eldvirkni. Um 90 prósent allra jarðskjálfta í heiminum eiga upptök sín á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×