Ungu ensku strákarnir úr leik eftir ótrúlegar lokamínútur í Cesena 21. júní 2019 19:01 Þeir voru í sárum. vísir/getty England er úr leik á Evrópumóti landsliða skipað leikmönnum 21 árs og yngri eftir 4-2 tap gegn Rúmeníu í frábærum leik en leikið var í Cesena í kvöld. Englendingar gerðu breytingar á liði sínu fyrir leikinn í kvöld og var meðal annars Phil Foden, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, og Dominic Solanke hent á bekkinn. England tapaði í fyrstu umferðinni gegn Frökkum 2-1 á grátlegan hátt en þeir voru 1-0 yfir er 89 mínútur voru komnar á klukkuna. Því voru þrjú stig lífsnauðsynleg gegn Rúmeníu í dag, sem vann Króatíu í fyrsta leiknum.Here it is: the #YoungLions team to face Romania in tonight's #U21Euro finals clash. pic.twitter.com/XuEsvfUexy — England (@England) June 21, 2019 Markalaust var í hálfleik og allt þangað til á 76. mínútu er George Puscas skoraði úr vítaspyrnu og kom rúmeníu yfir. Nánast í næstu sókn jafnaði Demarai Gray hins vegar metin með glæsilegu skoti. Aftur komust Rúmenar yfir á 85. mínútu er Ianis Hagi skoraði en tveimur mínútum síðar var það varamaðurinn Tammy Abraham, sem er samningsbundinn Chelsea, sem jafnaði metin. Á 89. mínútu skoraði Florinel Coman þriðja mark Rúmena og Coman var aftur á ferðinni í uppbótatíma er hann bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Rúmeníu með glæsilegu skoti. Rúmenar eru því komnir í undanúrslit mótsins en England er á heimleið. Þeir eiga þó síðasta leikinn í riðlinum eftir en það er leikur gegn Króatíu.The reaction keeps rolling in as England U21s fall to a nightmare defeat against Romania U21s. Their Euros campaign is in tatters.https://t.co/GfPMHcx5Mo#YoungLions#bbcfootballpic.twitter.com/OosOxaNcnC — BBC Sport (@BBCSport) June 21, 2019 Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
England er úr leik á Evrópumóti landsliða skipað leikmönnum 21 árs og yngri eftir 4-2 tap gegn Rúmeníu í frábærum leik en leikið var í Cesena í kvöld. Englendingar gerðu breytingar á liði sínu fyrir leikinn í kvöld og var meðal annars Phil Foden, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, og Dominic Solanke hent á bekkinn. England tapaði í fyrstu umferðinni gegn Frökkum 2-1 á grátlegan hátt en þeir voru 1-0 yfir er 89 mínútur voru komnar á klukkuna. Því voru þrjú stig lífsnauðsynleg gegn Rúmeníu í dag, sem vann Króatíu í fyrsta leiknum.Here it is: the #YoungLions team to face Romania in tonight's #U21Euro finals clash. pic.twitter.com/XuEsvfUexy — England (@England) June 21, 2019 Markalaust var í hálfleik og allt þangað til á 76. mínútu er George Puscas skoraði úr vítaspyrnu og kom rúmeníu yfir. Nánast í næstu sókn jafnaði Demarai Gray hins vegar metin með glæsilegu skoti. Aftur komust Rúmenar yfir á 85. mínútu er Ianis Hagi skoraði en tveimur mínútum síðar var það varamaðurinn Tammy Abraham, sem er samningsbundinn Chelsea, sem jafnaði metin. Á 89. mínútu skoraði Florinel Coman þriðja mark Rúmena og Coman var aftur á ferðinni í uppbótatíma er hann bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Rúmeníu með glæsilegu skoti. Rúmenar eru því komnir í undanúrslit mótsins en England er á heimleið. Þeir eiga þó síðasta leikinn í riðlinum eftir en það er leikur gegn Króatíu.The reaction keeps rolling in as England U21s fall to a nightmare defeat against Romania U21s. Their Euros campaign is in tatters.https://t.co/GfPMHcx5Mo#YoungLions#bbcfootballpic.twitter.com/OosOxaNcnC — BBC Sport (@BBCSport) June 21, 2019
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira