Íslendingarnir að öllum líkindum ekki með Chikungunya-veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 15:43 Frá Alicante, þar sem Íslendingarnir smituðust í fríi í maí. Vísir/getty Íslendingarnir fjórir sem taldir voru hafa sýkst af Chikungunya-veirunni, sjaldgæfri veirusýkingu sem berst milli manna með moskítóflugum, voru að öllum líkindum ranglega greindir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Fyrstu niðurstöður bentu til Chikungunya-veirusýkingar en frekari staðfestingarpróf, bæði hér á Íslandi og erlendir, hafa ekki staðfest sýkinguna. Á næstu dögum er fyrirhugað að frekari staðfestingarpróf fari fram til þess að ganga endanlega úr skugga um að fjórmenningarnir séu alfarið ósmitaðir af veirunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þar kemur einnig fram að búið sé að láta einstaklingana sem um ræðir vita af stöðu mála og að allra leiða verði leitað til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu ranglega greindir með sjaldgæfar veirusýkingar eins og þá sem Chikungunya-veiran er. Í samtali við Vísi sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að skoða þyrfti verklag á ákveðnum stöðum innan heilbrigðiskerfisins vegna málsins. „Þetta verður tekið til skoðunar inni á veirufræðideildinni þar sem verklag og annað verður viðhaft. Það verður tekið til endurskoðunar. Síðan þarf líka að taka til endurskoðunar ákveðna staðfestingu á þessum greiningum. Það verður kannski að fá betra verklag og staðfestingu á því að niðurstaðan sé örugglega rétt.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Heilbrigðismál Spánn Tengdar fréttir Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Íslendingarnir fjórir sem taldir voru hafa sýkst af Chikungunya-veirunni, sjaldgæfri veirusýkingu sem berst milli manna með moskítóflugum, voru að öllum líkindum ranglega greindir. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Fyrstu niðurstöður bentu til Chikungunya-veirusýkingar en frekari staðfestingarpróf, bæði hér á Íslandi og erlendir, hafa ekki staðfest sýkinguna. Á næstu dögum er fyrirhugað að frekari staðfestingarpróf fari fram til þess að ganga endanlega úr skugga um að fjórmenningarnir séu alfarið ósmitaðir af veirunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnalækni. Þar kemur einnig fram að búið sé að láta einstaklingana sem um ræðir vita af stöðu mála og að allra leiða verði leitað til þess að koma í veg fyrir að einstaklingar séu ranglega greindir með sjaldgæfar veirusýkingar eins og þá sem Chikungunya-veiran er. Í samtali við Vísi sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að skoða þyrfti verklag á ákveðnum stöðum innan heilbrigðiskerfisins vegna málsins. „Þetta verður tekið til skoðunar inni á veirufræðideildinni þar sem verklag og annað verður viðhaft. Það verður tekið til endurskoðunar. Síðan þarf líka að taka til endurskoðunar ákveðna staðfestingu á þessum greiningum. Það verður kannski að fá betra verklag og staðfestingu á því að niðurstaðan sé örugglega rétt.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur
Heilbrigðismál Spánn Tengdar fréttir Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Sjúkdómsgreining Íslendinganna á Spáni stórmerkileg Þrír Íslendingar, tvær systur og fimm ára sonur annarrar þeirra, smituðust af hættulegum veirusjúkdómi á Alicante á Spáni fyrir skömmu. 15. júní 2019 18:41
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent