Clint Capela, miðherji NBA-liðsins Houston Rockets, verður með svissneska körfuboltalandsliðinu þegar það mætir því íslenska í forkeppni EM 2021 í ágúst.
„Svissneskur körfubolti hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og það er mér mikil ánægja að snúa aftur í landsliðið,“ sagði hinn 25 ára Capela.
Ísland og Sviss eru í riðli með Portúgal. Íslendingar mæta Svisslendingum í Laugardalshöllinni 3. ágúst og í Claren í Sviss 21. ágúst.
Á síðasta tímabili var Capela með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í leik með Houston. Liðið komst í undanúrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði fyrir Golden State Warriors, 4-2.
Houston valdi hinn 2,08 metra háa Capela með valrétti númer 25 í nýliðavalinu 2014. Hann hefur verið lykilmaður í liðinu undanfarin ár.

